Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 53

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 53
Hundrab og eitt ár vísindum og heimspeki (fræðilegri heimspeki af hvaða skóla sem vera skal) á 20stu öld; í síðara lagi gegn kristnum dómi eins og kaþólska kirkjan hefur hamrað á jafnt og þétt og mótmælendakirkjan líka eftir föngum, nema helzt á Islandi þar sem þjóðkirkjan er gagnsýrð af andatrú og jafnvel kirkjuhöfðingjar eins og Sigurbjörn Einarsson hafa kinokað sér við að am- ast við henni. Andatrúin hefur dafnað á íslandi, bæði meðal manna sem tignuðu nátt- úruvísindin eins og Brynjólfur Bjarnason og Þórbergur Þórðarson og með- al manna sem tortryggðu þessi vísindi og gagnrýndu þau eins og Sigurður Nordal gerði. Hvernig gat þetta orðið? Andatrú er ákaflega ómerkileg hreyfing, upprunnin í Ameríku seint á 19du öld fyrir bellibrögð tveggja systra. Hún fór víða eins og gengur um svoleiðis nýjungar - innhverfa íhugun til dæmis á okkar dögum - og nær svo hámarki í Evrópu og Amer- íku á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar af skiljanlegum ástæðum, eins og ráða má af áhrifamiklum kafla í Töfrafjalli Tómasar Mann. Kannski eru tíðir og bráðir mannskaðar meðal íslendinga gegnum árin og aldirnar hluti af skýringunni á veikleika þjóðarinnar fyrir andatrú. Annað sem að baki býr er auðvitað hefðbundin íslenzk draugatrú eins og hjá séra Arna Þórar- inssyni og Brynjólfi Jónssyni frá Minna-Núpi. Enn eitt er íslenzk guð- speki, til aðgreiningar frá þeirri útlendu sem rekja má til Madame Blavat- sky og Sigfús Daðason fjallar um. íslenzk guðspeki er kenning höfunda eins og Björns Gunnlaugssonar og Einars Benediktssonar, en þeir Björn og Einar geisuðu með einkar krassandi hætti í bæði Sigurði Nordal og Þór- bergi. Kristján Karlsson hefur sýnt fram á það með glöggum rökum að heimspeki Einars Benediktssonar, sem Halldór Laxness þolir ekki, sé í öll- um höfuðatriðum sótt í Njólu Björns Gunnlaugssonar. Eg held það megi kannski rekja drjúgan þátt í Þórbergi til þessa sama arfs. Það er svo skemmtileg tilviljun til viðbótar við þetta sögulega samband að Björn Gunnlaugsson gekk meðal íslenzkrar alþýðu, sem drakk í sig Njólu á síð- ustu öld svo að hún birtist í þremur prentunum, undir nafninu „spekingur- inn með barnshjartað“. Sú nafngift hæfir Þórbergi líka með mikilli prýði. Hvað um það: andatrúin deyr út í Evrópu nema á íslandi, og hún deyr út í Ameríku nema helzt í Chile að mér skilst. Hér lifir hún hinu bezta lífi til þessa dags, á síðustu árum með sérstökum kennarastóli í hindurvitnum við Háskóla íslands. Eg veit ekki hvers vegna. Það er freistandi að afgreiða andatrúna eins og Georg Brandes gerði í bréfi til Matthíasar Jochumssonar þegar Matthías daðraði hvað ákafast við hana og reyndi að sannfæra Brand- es um ágæti Indriða miðils: „Fyrir mig hefur ekkert komið yfirnáttúrlegt nema heimska mannanna." „Og mig selv er intet andet Overnaturligt hændt end den menneskelige Dumhed." (17da febrúar 1907. Georg og Ed- 315
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.