Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 53
Hundrab og eitt ár
vísindum og heimspeki (fræðilegri heimspeki af hvaða skóla sem vera skal)
á 20stu öld; í síðara lagi gegn kristnum dómi eins og kaþólska kirkjan hefur
hamrað á jafnt og þétt og mótmælendakirkjan líka eftir föngum, nema
helzt á Islandi þar sem þjóðkirkjan er gagnsýrð af andatrú og jafnvel
kirkjuhöfðingjar eins og Sigurbjörn Einarsson hafa kinokað sér við að am-
ast við henni.
Andatrúin hefur dafnað á íslandi, bæði meðal manna sem tignuðu nátt-
úruvísindin eins og Brynjólfur Bjarnason og Þórbergur Þórðarson og með-
al manna sem tortryggðu þessi vísindi og gagnrýndu þau eins og Sigurður
Nordal gerði. Hvernig gat þetta orðið? Andatrú er ákaflega ómerkileg
hreyfing, upprunnin í Ameríku seint á 19du öld fyrir bellibrögð tveggja
systra. Hún fór víða eins og gengur um svoleiðis nýjungar - innhverfa
íhugun til dæmis á okkar dögum - og nær svo hámarki í Evrópu og Amer-
íku á árum fyrri heimsstyrjaldarinnar af skiljanlegum ástæðum, eins og
ráða má af áhrifamiklum kafla í Töfrafjalli Tómasar Mann. Kannski eru
tíðir og bráðir mannskaðar meðal íslendinga gegnum árin og aldirnar hluti
af skýringunni á veikleika þjóðarinnar fyrir andatrú. Annað sem að baki
býr er auðvitað hefðbundin íslenzk draugatrú eins og hjá séra Arna Þórar-
inssyni og Brynjólfi Jónssyni frá Minna-Núpi. Enn eitt er íslenzk guð-
speki, til aðgreiningar frá þeirri útlendu sem rekja má til Madame Blavat-
sky og Sigfús Daðason fjallar um. íslenzk guðspeki er kenning höfunda
eins og Björns Gunnlaugssonar og Einars Benediktssonar, en þeir Björn og
Einar geisuðu með einkar krassandi hætti í bæði Sigurði Nordal og Þór-
bergi. Kristján Karlsson hefur sýnt fram á það með glöggum rökum að
heimspeki Einars Benediktssonar, sem Halldór Laxness þolir ekki, sé í öll-
um höfuðatriðum sótt í Njólu Björns Gunnlaugssonar. Eg held það megi
kannski rekja drjúgan þátt í Þórbergi til þessa sama arfs. Það er svo
skemmtileg tilviljun til viðbótar við þetta sögulega samband að Björn
Gunnlaugsson gekk meðal íslenzkrar alþýðu, sem drakk í sig Njólu á síð-
ustu öld svo að hún birtist í þremur prentunum, undir nafninu „spekingur-
inn með barnshjartað“. Sú nafngift hæfir Þórbergi líka með mikilli prýði.
Hvað um það: andatrúin deyr út í Evrópu nema á íslandi, og hún deyr
út í Ameríku nema helzt í Chile að mér skilst. Hér lifir hún hinu bezta lífi
til þessa dags, á síðustu árum með sérstökum kennarastóli í hindurvitnum
við Háskóla íslands. Eg veit ekki hvers vegna. Það er freistandi að afgreiða
andatrúna eins og Georg Brandes gerði í bréfi til Matthíasar Jochumssonar
þegar Matthías daðraði hvað ákafast við hana og reyndi að sannfæra Brand-
es um ágæti Indriða miðils: „Fyrir mig hefur ekkert komið yfirnáttúrlegt
nema heimska mannanna." „Og mig selv er intet andet Overnaturligt
hændt end den menneskelige Dumhed." (17da febrúar 1907. Georg og Ed-
315