Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 54
Tímarit Máls og menningar
vard Brandes: Brevveksling med nordiske forfattere og videnskabsmænd
III, 414.) En málið er ekki svona einfalt. Vinur minn einn smitaðist af al-
næmi fyrir fáeinum árum, í blóma lífsins. Fyrstu viðbrögð hans við grein-
ingunni á veirunni í blóðinu voru þau að vilja stytta sér aldur, og gekk svo
lengi. En svo sannfærði hann sjálfan sig um það að sjálfsmorð væri ekki til
neins vegna þess að það væri líf eftir dauðann, og lifir nú sáttur við sína
veiru. Tómur fíflskapur er þetta ekki.
V
Síðustu fundir okkar Þórbergs sem bragð er að urðu mánudag í ágúst 1967.
Eg var að koma úr hádegiskaffi hjá Kristínu Guðmundardóttur í Holly-
wood, ekkju Hallbjarnar Halldórssonar, upptendraður af henni að vanda,
og Þórbergur að paufast með stafinn sinn eftir Hverfisgötunni á hefðbund-
inni gönguferð um bæinn. Við gengum suður í Skerjafjörð og þar um allar
fjörur. Það kom kvöldmatartími en Þórbergur vildi ekki koma inn á Ara-
götuna til foreldra minna og þiggja þar ýsu og nýjar kartöflur heldur skildi
við mig á tröppunum og fór á Hringbrautina til Möngu. En hann bað mig
að vera nú fljótan að gleypa í mig matinn - engar lífsreglur um tyggingar í
þetta sinn — og koma svo strax á Hringbrautina til að við gætum haldið
áfram að tala saman. Þar sátum við fram á nótt og drukkum fyrst kaffi og
átum meðlæti - útlent kex ef ég man rétt sem var nú einhver munur en
þessi andskoti sem það framleiddi hér á landi og kallaði kex eftir því sem
Manga sagði - og kneyfuðum svo dúndur Margrétar sem ég kann því mið-
ur ekki að lýsa nánar nema hvað það sveif nokkuð á meistarann svo að
hann gekk örar um gólf en áður, ári valtur í spori, og vitnaði æ meira í séra
Arna Þórarinsson án þess það kæmi rökræðunni við. „Helvíti ertu skakk-
ur, Þórbergur," æpti Manga. „Mikil djöfulsins ósköp eru að sjá þig. Farðu
fram og sjáðu þig í speglinum.“ Mér þótti rétt að skipta mér af þessu, því
að ég gat ekki séð að Þórbergur væri vitund skakkari en hann ætti vanda til,
og sagði og reyndi að sýna með skraddaratilburðum að þetta væri bara
jakkinn sem sæti ekki alveg rétt, en Manga lét það nú ekki á sig fá.
A þessum tíma höfðu orðið umskipti á mínum högum sem Þórbergur
fagnaði ákaflega. Eg hafði lokið prófum frá hátindi auðvaldsins vestan hafs
án þess að yxu á mig horn og klaufir, og stundaði nú frekara nám við Ox-
fordháskóla á Englandi. Eg stefndi í austurátt, og ekki að vita nema ég end-
aði í Moskvu. Annars var Oxford nógu góður staður út af fyrir sig. Þar
vissi Þórbergur af merkilegum heimspekingi og prófessor sem hann hvatti
mig mjög að leggja lag mitt við, enda ekki við öðru að búast ef ég gerði það
samvizkusamlega en að ég mundi þá fá Nóbelsverðlaun í læknisfræði ef
316