Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 57

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 57
Pétur Gunnarsson Þórbergur og skáldsagan Það er athyglisvert hve mörg verka Þórbergs, jafnvel þau helstu, eru pönt- uð verk og engan veginn víst að hann hefði skrifað þau ef ekki hafði komið til þessi ytri hvati. Sem leiðir reyndar hugann að því hvort Þórbergur hafi yfir höfuð ætlað að verða skáld og rithöfundur. I Kompaníi við allífið er spurningin borin upp og Þórbergur svarar: „Eg ætlaði mér aldrei að verða neitt . . . Og mér hefur orðið að áhugaleysi mínu. Eg veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt ..." (I komp- aníi við allífið, 1959, bls. 13) Um ástæður þess að hann fór að skrifa ber hann við peningaleysi. Hann hafði út úr blankheitum tekið saman Hálfa skósóla árið 1915 af því hann vantaði föt til jólanna. Og Bréf til Láru á upphaf sitt að rekja til þess að vinkona Þórbergs bað hann blessaðan að hripa Láru línu þar sem hún lá veik norður á Akureyri. Þórbergur hófst þegar handa og las jafnóðum glefsur fyrir vini og kunn- ingja og örvaðist af undirtektunum til áframhaldsins. Síðan leið áratugur og enginn virðist hafa beðið Þórberg að skrifa utan hugsjónir hans. „. . . sá sem á hugsjónir verður aldrei leiður á sjálfum sér né öðrum. Hann leitar ekki að orðum. Hann leitar að mönnum sem hann vill gefa hlutdeild í hugsjónum sínum.“ skrifaði Þórbergur í kunningjabréfi í júní 1924 (Mitt rómantíska æði, 1987, bls. 148) - og má vel hafa að einkunnar- orðum áranna sem fóru í hönd eftir Bréf til Láru. Þórbergur leitar þá ekki að orðum heldur mönnum. Hann ferðast um heiminn og sækir málþing esperantista í Edinborg 1926, sósíalista í Vín 1929, guðspekinga í Ommen 1932 og tekst á hendur ferð til Rússlands að kynna sér sovétskipulagið árið 1934. Hann skrifar kennslubók í esperantó og áróðursritið: Alþjóðamál og málleysur 1933 og sama ár gefur hann út Pistilinn skrifaði: úrval af greinum og sendibréfum. Hann skrifar Rauðu hættuna um ferð sína til Sovétríkj- anna - þungvægt áróðursplagg árið 1935. 319
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.