Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 57
Pétur Gunnarsson
Þórbergur og skáldsagan
Það er athyglisvert hve mörg verka Þórbergs, jafnvel þau helstu, eru pönt-
uð verk og engan veginn víst að hann hefði skrifað þau ef ekki hafði komið
til þessi ytri hvati.
Sem leiðir reyndar hugann að því hvort Þórbergur hafi yfir höfuð ætlað
að verða skáld og rithöfundur.
I Kompaníi við allífið er spurningin borin upp og Þórbergur svarar:
„Eg ætlaði mér aldrei að verða neitt . . . Og mér hefur orðið að áhugaleysi
mínu. Eg veit ekki til þess að ég hafi nokkurn tíma orðið neitt ..." (I komp-
aníi við allífið, 1959, bls. 13)
Um ástæður þess að hann fór að skrifa ber hann við peningaleysi. Hann
hafði út úr blankheitum tekið saman Hálfa skósóla árið 1915 af því hann
vantaði föt til jólanna.
Og Bréf til Láru á upphaf sitt að rekja til þess að vinkona Þórbergs bað
hann blessaðan að hripa Láru línu þar sem hún lá veik norður á Akureyri.
Þórbergur hófst þegar handa og las jafnóðum glefsur fyrir vini og kunn-
ingja og örvaðist af undirtektunum til áframhaldsins.
Síðan leið áratugur og enginn virðist hafa beðið Þórberg að skrifa utan
hugsjónir hans.
„. . . sá sem á hugsjónir verður aldrei leiður á sjálfum sér né öðrum.
Hann leitar ekki að orðum. Hann leitar að mönnum sem hann vill gefa
hlutdeild í hugsjónum sínum.“ skrifaði Þórbergur í kunningjabréfi í júní
1924 (Mitt rómantíska æði, 1987, bls. 148) - og má vel hafa að einkunnar-
orðum áranna sem fóru í hönd eftir Bréf til Láru. Þórbergur leitar þá ekki
að orðum heldur mönnum. Hann ferðast um heiminn og sækir málþing
esperantista í Edinborg 1926, sósíalista í Vín 1929, guðspekinga í Ommen
1932 og tekst á hendur ferð til Rússlands að kynna sér sovétskipulagið árið
1934.
Hann skrifar kennslubók í esperantó og áróðursritið: Alþjóðamál og
málleysur 1933 og sama ár gefur hann út Pistilinn skrifaði: úrval af greinum
og sendibréfum. Hann skrifar Rauðu hættuna um ferð sína til Sovétríkj-
anna - þungvægt áróðursplagg árið 1935.
319