Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 58

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 58
Tímarit Máls og menningar En þau bókmenntaverk sem Bréf til Láru var fyrirboði um og boðuð höfðu verið, hvað varð um þau? Sá skáldsnillingur sem í Bréfinu hafði kvatt sér hljóðs - ekkert var líklegra en næstu ár myndu skáldverkin streyma frá honum. Sjálfur hafði hann spurt í bréfi til Vilmundar í byrjun árs 1925: „Hvaða bók á eg nú að skrifa næst? Eg hefi svo mörg verkefni fyrirliggjandi að eg veit ekki á hverju byrja skal“ (Sama, bls. 172). Og ári síðar sagði hann í öðru kunningjabréfi: „. . . Þar að auki hefi eg fimm skáldsögur í höfðinu (eina upp á 500-600 síður) . . .“ (Sama, bls. 204) Hvernig stóð á því að engin þessara skáldsagna leit dagsins ljós? Bókmenntaleg þögn Þórbergs spannar fjórtán ára tímabil og það er ein- mitt á þessum fjórtán árum að Halldór Kiljan Laxness geisist fram á ritvöll og þjóðvöll og nú ekki lengur sá guðfræðikandidat kaþólskra viðhorfa sem Þórbergur hafði forðum klappað á koll, heldur Vefarinn mikli, Salka Valka, Bjartur í Sumarhúsum og Ljósvíkingurinn. Þessi ár eru einmitt hátindurinn á ferli Halldórs og má geta sér til um að Þórbergur hafi átt bágt með sín skáldsöguáform í miðjum þeim hamförum. Reyndar minna fyrstu eiginlegu skáldverk Þórbergs eftir hléið langa: Is- lenskur aðall og Ofvitinn undarlega á Heimsljós Halldórs, sá ofviti sem stígur fram í Aðlinum og Ofvitanum er eins og blóðskyldur Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi, en verkin komu út nær samhliða: fyrsta bindi Heimsljóss árið 1937, ári fyrr en Islenskur aðall og fjórða og síðasta bindi Heimsljóss árið 1940, sama ár og fyrra bindi Ofvitans. I ljósi þessara sjálfsævisögulegu skáldsagna sem margir telja skærustu kraftbirtingu í list Þórbergs, hefði mátt ætla að nú væri Þórbergur kominn á skrið og næstu ár fylgdu fleiri skáldverk í kjölfarið. En því var ekki að heilsa. Næsta áratug helgar hann krafta sína dulrænum fyrirbærum og þjóðfræðum með bókinni um Indriða miðil (1942) sem Þórbergur taldi sjálfur með því „fjörlegasta" sem hann hefði skrifað - og svo ævisögu séra Arna sem hóf að koma út árið 1945 og síðan bindi á ári til 1950. Ef einhverjum þykir að hér hafi skáldskapurinn enn fengið að sitja á hakanum, má minna á ummæli Þórbergs í Kompaníi við allífið þar sem hann raðar bókmenntagreinum í forgangsröð og setur þá skáldskapinn neðstan: „Eg hef mest gaman af að lesa dulrænar sögur, sagði hann, af því að þar er svigrúm fyrir ímyndunaraflið og þægileg spenna í efninu. Þar næst koma ævisögur og alþýðuvísindi, þá náttúrufræði, stjörnufræði og loks skáldskap- ur, kvæði og skáldsögur.“ (Kompaníið, bls. 36) Og í framhaldi af því lét hann svo um mælt að ef hann hefði haft fullar 320
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.