Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 62
Tímarit Máls og menningar realíska kafla um orðin, þar sem Þórbergur bregður upp hugrenninga- tengslum sem orð vöktu með honum og hvernig málið gat verið honum sjálfstæður veruleiki. I Suðursveit er stórbrotin tilraun fullþroska höfundar til að kortleggja mannlíf í heimabyggð sinni, tilraun til heildarmyndar af uppruna skáldsins og jafnframt niðurstaða af áratugalöngum hugleiðingum og tilraunum um söguritun og frásagnartækni. Hér birtist gleggst það markmið sem Þór- bergur setur skáldskap sínum: Að gæða lífi hið liðna og bæta þannig ótal nýjum víddum við einvídd augnabliksins. Maður sem þekkir söguna og hefur innsæi til að tala við steina og tóttir húsa, öll hans upplifun er margfeldi af hinni venjubundnu hversdagslifun. Og það sem Þórbergur harmar sí og æ í Suðursveitarbálkinum er hve óheyrilega mikið af sögu hefur farið forgörðum og það stafar alltsaman af því hve fólk er tregt að nóta hjá sér og halda dagbók, hæfileikaleysi til að sjá hið stóra í hinu smáa og frumstæður smekkur fyrir atburðarás. „Svona voru örlagaþyngstu atburðirnir í lífi fólksins gersamlega horfnir úr jarðnesku tilverunni af því að ekkert hafði verið skrifað og enginn haldið dagbækur. Og það var ekkert skrifað af því að engir höfðu verið drepnir, Njála hefði aldrei verið skrifuð ef Flosi hefði ekki brennt hann Njál inni og fólk hans. Það var mikið happ fyrir bókmenntir Islendinga og íslenskar kvöldvökur og álit þjóðarinnar í útlöndum að Flosi skyldi brenna þessar manneskjur inni. Við eigum Flosa mikið að þakka, þó að ekki sé nema allar þær hundrað þúsundir af kvöldvökum sem hann hefur gert skemmtilegar á Islandi. Svona þarf að láta hendur standa karlmannlega fram úr ermum til þess að hægt sé að skrifa verulega fína bók, af því að fólk hefur ekki náð tök- um á söguefnum sálarinnar og þau ekki nógu frumstæð." (I Suðursveit, 1975, bls. 216) Þær bókmenntir sem Þórbergur lætur sig dreyma um eru dagbækur frá upphafi Islandsbyggðar með tilheyrandi veðurlýsingum, staðarlýsingum, persónulýsingum og atburðarás. Söguútstreymið frá hverju fótmáli væri þá svo ríkulegt að maður yrði að hafa sig allan við til að hemja útsendinguna. Eiginlega er Suðursveitarbálkurinn kennslubók í því hvernig hversdagslíf getur öðlast líf í sögu - og ekki bara mannlíf heldur líf dýra, anda, álfa, landslags og dauðra hluta. Það er ekki einasta að Þórbergur trúi á líf sálar- innar að Ioknu jarðlífi heldur trúir hann að hlutirnir eigi líka sitt andlega líf, hús búa yfir sál, tóttir líka og löngu eftir að þær hafa máðst af yfirborði jarðar er sál þeirra á sveimi. Allt er lifandi alltaf og það sem meira er: atburðir halda áfram eftir að þeir gerast. Staðir búa yfir minni og atburðarásin er alltaf í gangi eins og 324
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.