Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 64
Gyrdir Elíasson Rökkuróperan Veturinn 1985-86 var ég búsettur á Borgarfirði eystra. Framan af vetri ríktu frost og stillur og það var látið renna vatn á íþróttavöllinn og útbúið fyrir- taks skautasvell. Eg bjó í tvílyftu gráu húsi utarlega í þorpinu, á efri hæð, og eitt tunglskinsbjart kvöld gróf ég gömlu hokkýskautana mína upp úr drasli í geymslunni og gekk með þá slengda yfir öxlina þangað sem svellið glitraði. Þetta kvöld endurlifði ég þá stemningu sem Rökkurópera Þór- bergs Þórðarsonar hafði vakið með mér þegar ég las hana fyrst, mörgum árum áður, norður á Sauðárkróki. Þessi tunglskinsskautaljómi hefur leikið um þá bók síðan, þegar ég minnist hennar, þó hún fjalli vissulega um fleira en skautaferðir. Hún er þriðji hluti Suðursveitarbálksins, en samt sem áður engin þreytumerki á sögumanni, þvert á móti; hann er fjörugri og uppá- tektarsamari en nokkru sinni fyrr. Hann heldur áfram leiftrandi bernsku- sögu sinni, sérvitringslegri og óvenjulegri. Endalaust sér hann það stóra í hinu smáa, ekkert er of ómerkilegt til að beina að því sjónum, allir hlutir lifandi, steinar tala sem fyrr; guðsgræn náttúran öll andar þungt og taktfast einsog risavaxin skepna, hnerrar þegar minnst varir. A breiðu og hnúskóttu baki hennar valhoppar vesalings ofvitinn niður að Lóni, með bátinn Albert undir hendinni. Það gildir einu hvort Breiðabólsstaðarlónið er ísilagt undir mána, glampandi slétt í geislum sumarsólar, eða úfið og gruggugt að haust- lagi, ævinlega stafar það lífi. Reyndar lúrir ógnin undir ísnum vetrarlangt og gerir lífið spennandi; skautarákir ímyndaðar sprungur. Og ekki eru allir jafn lánsamir. Sumir lenda niður um vakir og sveima upp frá því yfir sönd- unum huldir augum lifenda. En í augum Þórbergs eru líf og dauði ekki eins ósættanleg og hundur og köttur. Hann eygir hvarvetna samræmi, eitt snýst á sveif með öðru, í hans veröld er ekki hver höndin upp á móti annarri, kynjaverurnar Ljós og Myrkur stíga hringdans í sátt - og vanga jafnvel í lokin. Mér er til efs að annars staðar á Islandi hafi verið slíkt kjörlendi fyrir uppölslu ofvita og Suðursveit var á þessu méli, kringum aldamótin. Gerðis- akademían í blóma: Oddný, og Oddnýjarsynir. Og þyngst vegur á reizl- unni mar^slungið náttúrufar þessa landsvæðis: kortlagt er það einsog loft- mynd af Imyndunaraflinu með stórum staf. Svona landslag fær mann til að hugsa, og það fyrr en seinna. Ur því er stutt í yfirsnúninginn . . . 326
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.