Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 66
Tímarit Máls og menningar
svo alltof algengur í verkum rithöfunda og skilur mann eftir einan og yfir-
gefinn á brunasandi.
Mikið hefur verið rætt og ritað um dirfsku Þórbergs í Bréfi til Láru. En
mér finnst hafa verið horft of oft framhjá því að hann var alla tíð jafn djarf-
ur höfundur og óháður tímans straumum. Hann gerði þrennt í senn í þeim
stórvirkjum sem á eftir komu: hann bylti skáldsöguforminu, ævisöguform-
inu, nálgaðist mál og stíl út frá nýjum forsendum, og þetta gerði hann þrá-
sinnis allt í senn í einni og sömu bókinni og í hvert skipti á ferskan hátt.
Rökkuróperan var enn ein nýjungin, þótt hún léti kannski minna yfir sér
við fyrstu sýn, og sá sem skrifaði kominn vel á sjötugsaldur.
„Mín ópera á skautaferðum var upphafning til hins yfirnáttúrlega. Mér
þótti skemmtilegast að fara á skautum í rökkrum og tunglsljósum. Þá var allt
orðið óskírt og djúpt og dularfullt og ískyggilegt og spennandi, og verkaði
miklu verulegar og smaug dýpra inn en við dagsbirtuna.“
Svona er ekki öllum gefið að skrifa.
Örfá orð að lokum um „sannfræðina“ í bókum Þórbergs. Að mínu áliti
hefur margfræg sannleiksást hans verið mistúlkuð gegnum tíðina. Hún
snerist ekki um vigt og vegalengdir í raun og veru, heldur um mun stærri
möndul; sjálf frumelement mannlífs og allífs. I Rökkuróperunni skiptir
ekki höfuðmáli hvað það eru margir faðmar veggja á milli í baðstofunni eða
hversu mörg skref eru niður að Lóni. Hér er verið að gera dýptarmælingar
á tilverunni einsog hún leggur sig, MEÐ FRJÁLSRI AÐFERÐ. Á mál-
þingi um Þórberg nú í vor urðu einhverjir uppnumdir þegar það kom á
daginn að hann hafði eftir allt saman hitt elskuna sína á Borðeyri á suður-
leiðinni; þóttust nú hafa náð að minnsta kosti hálfum nelson á kallinum.
Þetta sýnir gleggra en margt annað hve seinir Islendingar ætla að verða til
að botna almennilega í sínum mesta 20. aldar höfundi. Þórbergur var skáld
framar öðru, í þess orðs sönnustu merkingu: og það sem gerði hann einmitt
meðal annars að svona frábærum skáldsagnahöfundi var að hann þreyttist
aldrei á að ljúga okkur full um að hann væri að segja satt. I fjórðu bók segir
svo: „Fólkið var svo frómt í sér, að því kom ekki til hugar, að höfundar
væru að ljúga upp sögum, sem voru sagðar einsog þær væru sannsöguleg-
328