Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 67
Einar Bragi Um fæðingarár Þórbergs Alkunna er að menn hefur lengi greint á um hvort Þórbergur Þórðarson sé fæddur árið 1888 eða 1889. Eg heyrði fyrst á þennan ágreining minnst 1939. Líklega hefur málið borist í tal heima vegna fimmtugsafmælis Þórbergs eða bókar dr. Stefáns Einarssonar: Þórbergur Þórðarson fimmtugur. Þá hafði móðir mín það eftir móður sinni Guðnýju Benediktsdóttur að henni þætti skjóta skökku við um fæðingarár Þórbergs, því að þær Anna á Hala hefðu verið vanfærar samtímis að frumburðum sínum. Þær voru systkinadætur og áttu heima á sömu torfunni; amma Guðný bjó þá á Breiðabólstað í Suð- ursveit. Dóttir hennar Auðbjörg fæddist 1. desember 1887 og Þórbergur 12. mars 1888, að hún taldi. Amma Guðný var vorið 1939 sjötíu og þriggja ára og vel minnug. Eg hef því nú í hálfa öld verið sannfærður um að hún hafi haft rétt fyrir sér - og er það enn. I nýútkomnu úrvali úr ritum Þórbergs, Þegar ég varð óléttur, segir annar umsjónarmanna útgáfunnar (bls. 183): „Af kirkjubókum má ætla að hann hafi fæðst árið 1888, en móðir hans kvað frumburð sinn fæddan árið 1889 og er ekki ástæða til að vefengja það.“ Hefði Anna á Hala sannanlega sagt það sem henni er hér lagt í munn væri ærin dirfska að vefengja orð hennar, því hún mátti gerst vita hið rétta. Hitt get ég ekki annað en efast um að hún hafi nokkurn tíma látið hafa þetta eftir sér, uns eitthvað haldbetra kemur fram í dagsljósið en ég hef hingað til séð. Mér vitanlega eru ekki til neinar skjalfestar samtímaheimildir fyrir því, að Þórbergur sé fæddur 1889, en margar sem styðja árið 1888, og er rétt að líta á nokkrar þeirra: 1. I „Ministerialbók Kálfafellsstaðar 1847-1911“ eru á sömu opnu skráð sex börn fædd í Suðursveit 1888, fjórir drengir á vinstri síðu, tvær stúlkur á þeirri hægri. Ofan við nafn fyrsta drengsins er ártalið 1888 skrifað skýr- um stöfum og 1889 neðan við nafn hins fjórða, svo að afmörkun milli ára er eins ljós og verða má. Hefði Þórbergur verið aftastur í röðinni hefði það svo sem vel getað gerst fyrir slysni að nafn hans lenti öfugu megin við töluna 1889, en sveinarnir eru að venju skráðir í þeirri röð sem þeir fæðast og Þórbergur TMM V 329
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.