Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 72
Geirlaugur Magnússon
Kennslubók handa skáldum
órum
Það er ljóta áráttan á okkur ljóðskáldum forheimskunarlandsins, og til að
koma ekki við þjóðrembukvikuna í einhverjum, er rétt að geta þess að
landið það nær um víðan völl, að hugsa einungis út frá geðlíkamanum,
væflast um í náttmyrkri tilfinningalífsins og taka því sjálfan sig ósköp al-
varlega.
Þetta vissi mætavel sá meistari, sem minnumst nú og marga bókina reit
til að ýta að okkur nokkurri skynsemi, þó oss fávísum verði stundum á að
halda að hafi verið til lítils. En nóg um það. Meistarinn vísi sá sem sagt að
ekki nægði að leiðbeina oss fávísum um starfsmál og eilífðarmál, ekkert
mannlegt er meisturum óviðkomandi. Því reit hann okkur rómantískum
jörmurum og lýrískum vælukjóum, rit til leiðbeiningar, hvernig skyldi ljóð
kveða okkur sjálfum og öðrum til nokkurs þroska. En tilgangurinn einn
flytur ekki fjöll, þó góður sé. Jarmarar og vælukjóar létu sér fátt um finnast
og undu glaðir við sitt og una enn, sannfærðir um að steinrunnar hugsana-
venjur og þrauttuggnir orðaleppar þeirra séu dýrlegur innblástur. Því létu
þeir sumir hverjir sér nægja að hneykslast á þeirri dirfsku meistarans að
nefna bók sína Eddu, enda fortíðardýrkun og hefð helstar hækjur þeim,
sem hvorki þora að hugsa sjálfstætt né gagnrýna eigin verk eða annarra.
Aðrir földu sig bak við spaugaragrímu meistarans og sögðu ljóð hans
kerskni eina og gamanmál, sem ekki mætti nefna í sömu andrá og þeirra
eigið grátbólgna holtaþokuvæl. Nú mætti ætla að hæfist hetjuóður um
hvernig undirrituðum ljóðbullara tókst að skilja að kjarnann frá hisminu og
draga af Eddu Þórbergs þann lærdóm, sem þar er boðinn skáldum. En því
miður kæru lesendur, sjálfur hef ég löngum nærst á hypothesum „í stað
þess að mæta lífinu með opnum augum staðreyndanna".
Og þó.
Þótt hafi ekki tekist að draga hagnýtan lærdóm af speki meistarans hefur
þó ljós visku hans sent nokkra geisla inn í mitt fátæklega sálarhreysi. Er þar
fyrst að geta hennar Tumma Kukku, sem er sannfærður um, að er mest ís-
lenskra smásagna, reyndar svo blindaður af þeirri sannfæringu, að kann til
334