Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 84
Tímarit Mdls og menningar
þáttur í ferli, ljóðin eru orðin innhverfari, persónubundnari og um leið er
enn meiri alúð lögð við tjáningarformið. Það er erfiðara og mikilvægara að
ná sambandi. Það er nauðsynlegt að komast að sjálfum kjarnanum, ómögu-
legt að miðla honum og hið ómögulega samband þess sem talar og þess sem
hlustar verður kjarni ljóðanna.
Stökur Jónasar Hallgrímssonar síðasta veturinn sýna þetta vel. Hann
yrkir um einmanaleika, afhjúpun blekkinga og firringu. Hann yrkir um
tímann og um ástina sem engin er: „hefði ég betur hana þekkt/sem harma
ég alla daga.“ Og einsemd í lífi og dauða:
Enginn grætur Islending
einan sér og dáinn,
Einmanaleikinn og það að standa utan við tíma hversdagsfólksins eru al-
geng þemu í rómantískum skáldskap. Sumir segja að einmanaleikinn sé for-
senda hins rómantíska ljóðs.
Það sem Jónas gerir er að hefja rómantíska klisju upp úr tilfinningasemi
og sjálfsvorkunn, með samblandi af hálfkæringi Heines og ekki síður - úr-
drætti Islendingasagnanna.
Stílbragðið „úrdrátt" (understatement) þekkja allir Islendingar, ef ekki
sögu- og bókmenntafræðilega, þá menningar- og tilfinningalega: stílbragð-
ið „úrdráttur" þýðir að það sem sagt er frá er of stórt, of viðkvæmt eða of
herfilegt, til að hægt sé að segja frá því. Til að hægt sé að gefa þessari
reynslu form verður að minnka hana, draga úr henni:
Enginn grætur Islending
einan sér og dáinn,
þegar allt er komið í kring,
kyssir torfa náinn.
Lifðu sæl við glaum og glys,
gangi þér allt í haginn;
í öngum mínum erlendis
yrki ég skemmsta daginn.23
Ástin
Umræður strákanna um kvenfólkið í bréfum frá því fyrir miðja nítjándu
öld eru um sumt erfiður lestur konu. „Þjer er velkomið að segja mjer fleira
frá þeim (þ.e. mellunum, DK), þó mjer sje reyndar illa við kvennfólk í dag;
guð fyrirgefi mér að hatast við dauða hluti!“24 segir Konráð í bréf til Jónas-
ar.
346