Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 86
Tímarit Máls og menningar
aðrir leituðu
eftir henni
Þá var allt hljótt
á Hafnar götum,
heyrðist enginn
hávaði, nema
glamur vagna
27
Sígilt og (hér) þunglamalegt fornyrðislagið hæfir átakanlega illa næturlífinu
sem lýst er. Höfundur veit ekki hvað hann á að gera við þessi ósköp og
hættir bara í miðjum klíðum. Samt hefur hann fundið sig knúinn til að orða
eða miðla tilfinningum sínum og ímyndunum, uppnámi þess sem getur
hvorki staðið utan við né tekið þátt.
„Qvenfólkið er hér rétt haufflegt, því varla gengur maður hjá þeim ( :í viss-
um strætum) að þær hrópi ei ofurblítt: Ó, gör mig dog den Fornöjelse at tri-
ne nærmere! Lille, söde Ven! - en svo heyrist mér þær breyta í sér rómnum
þegar einhver er soddan rusti að þiggja ei tilboðið.”28
Sumir þáðu tilboðin, kannski flestir. Konráð skrifar til dæmis Brynjólfi frá
Þýskalandi 1844, og segir: „Privatum: Heilsaðu Váinámöinen (þ.e. Jónasi,
DK), og segðu honum auk annars, að eins momentam lær og á bak við
leikhúsið í Dresden hafi jeg aldrei fundið á æfi minni.“29
Vændiskonur Kaupmannahafnar voru freisting fyrir Hafnarstúdentana,
en þær voru háskaleg freisting og gátu orðið dýrkeyptar. Margar stúlkn-
anna voru sjúkar t.d. af berklum og smitberar. Lögreglan hafði reynt á
tímabili að fangelsa þær og láta þær vinna í Spunahúsinu en hætti því vegna
þess að flestar dóu fljótlega.30 Og sárasóttin var jafn ægilegur sjúkdómur og
hann var útbreiddur - í öllum stéttum.
Jónas Hallgrímsson skrifar Konráði: „Þegar ég kom í Stúðentsstræti rétti
flyðra höndina út um glugga og sagði: „Söde Herre!“. „Tak, som hilser"
sagði ég og tók í höndina - „De har lovt at ville se op til mig engang“. -
„Ein Wort, ein Wort“, sagði ég; - „ein Mann, ein Mann en ég er nú
skynsamari en svo. „Sov, vel, Islandsmand." — Og úr því ég er nú sloppinn
úr þessari freistni . . .“31
.....þá lá Ogmundur í franzós í spítala . . .“ segir í einu bréfinu 32 og
Bynjólfur Pétursson skrifar bróður sínum: „ . . . Jeg gipti mig aldrei. Það
er hefnd forlaganna; réttvís, eins og við er að búast.“33
348