Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 89
Astin og guð
Hér koma hvörf í ljóðinu, fyrsti hlutinn hefur logað upp í sinni eigin
ástríðu, það er byrjað uppá nýtt. I þetta sinn er reynt að búa stúlkuna til
með hjálp minningarformsins, í þátíð, í frásögn af ferðalagi.
Ferðin er farin utan alfaraleiða, í „frjálsu“ landslagi fjalla og heiða, það er
riðið yfir straumþunga á, áð á árbakkanum. Landslagið er stílfært á sama
hátt og í inngangserindinu, það er ósnortið, ósiðmenntað, land bernsku og
ímyndunarafls. Samband piltsins og stúlkunnar þróast frá barnslegum leik
með blómakransa, að snertingu og varkárum atlotum. Náttúran endur-
speglar hina ungu ást, „himinninn glaðnar“ með þeim og „blómálfarnir
gráta“ vegna skilnaðar þeirra sem er óhjákvæmilegur. Náttúran veit það.
Samband sveinsins og stúlkunnar er barnslegt, saklaust og þokkafullt.
Sveinninn, „ég“ ljóðsins lýsir því hvernig tilfinningar hans þróast frá hrifn-
ingu að vissu um að ekkert skipti máli annað en það að elska og vernda
stúlkuna. Um leið verður hún æ óskýrari í ljóðinu. Allt sem hún gerir er
svörun við því sem hann gerir fyrst; hún krýnir hann með blómakrönsum
sem hann hefur búið til, hún er elskuð af honum, vernduð, reidd yfir ána
eins og barn og lokka hennar greiðir hann við Galtará.
Stúlkan endurspeglar tilfinningar sveinsins og náttúran endurspeglar til-
finningar beggja. I síðustu erindum ferðakaflans umbreytist stúlkan í nátt-
úruna, hún er kölluð „blómknappur" og síðasta bros hennar í ljóðinu gæti
verið bros ástfanginnar stúlku - en það gæti líka verið lýsing á sólarupprás:
brosa blómvarir,
blika sjónstjörnur,
roðnar heitur hlýr.
„Þú“ ert aftur horfin, aftur orðin að gagnsæjum hjúpi á milli „mín“ og
ástar guðs.
Aftur verða hvörf í ljóðinu, það er skipt yfir í nútíð. Og hér verða at-
hyglisverð hlutverkaskipti í ljóðinu. „Ég“ unga mannsins hverfur úr ljóð-
inu, talað er um hann í þriðju persónu:
Fjær er nú fagri
fylgd þinni
sveinn í djúpum dali;
ástarstjarna
yfir Hraundranga
skín á bak við ský.
Önnur persónan, „þú“, tilheyrir sögu sveinsins og er önnur persóna vegna
afstöðu sinnar til hans, fyrstu persónunnar. Hér er þessari annarri persónu
351