Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 92
Tímarit Máls og menningar
ef það er yngra (og ef Jónas hefur ort það), gæti það vel verið kaldhæðin
skopstæling á Ferðalokum Jónasar sjálfs. Það væri ekki ólíkt Jónasi.
Guð
Ef náttúran er ekki lengur viðmið og lifandi vitnisburður um ást guðs til
mannanna - hvað er hún þá? Hvað verður um vísindagrundvöll hins róm-
antíska fræðimanns?
Veturinn 1844-1845 á Jónas erfitt með að vinna að Islandslýsingunni.
Hann virðist fara úr einu í annað og tekst ekki að ljúka neinu af þeim nátt-
úruvísindaverkefnum sem hann hafði á prjónunum og hafði viðurværi sitt
af. Þegar líður á veturinn hristir hann af sér þunglyndið, að því er virðist,
og tekur þátt í því sem var að gerast í málum Islendinga í Kaupmanna-
höfn.43 I ljóðunum segir hann hins vegar sína innri sögu.
A þessu tímabili yrkir hann Annes og eyjar, ljóðabálk sem kastast á milli
örvæntingar og hálfkærings, forms og óskapnaðar, hláturs og gráts.
I sínum stóru ættjarðarkvæðum talaði Jónas til allrar þjóðarinnar eins og
þjóðskálda er siður. I ljóðabálknum Annes og eyjar virðist hann á hinn bóg-
inn aldrei hirða um hverjir á hann hlýða. Notkun hans á táknum og spaugið
sem litar öll ljóðin er hvort tveggja svo persónubundið að það virðist aug-
ljóst að hann er einungis að yrkja fyrir sjálfan sig.44
A einum stað í handriti ljóðabálksins, við ljóð um Suðursveit, hefur Jónas
skrifað út á spássíu: „Hér þarf útskýring ef nokkur á að skilja.“45 Trúin á
samskiptahlutverk ljóðsins er að hverfa, samband sendanda og móttakanda
er að verða jafn útilokað og samruni elskendanna í Ferðalokum. Hvað hef-
ur gerst?
í ljóðinu Á sumardagsmorguninn fyrsta (1842) er guð ávarpaður: „Höf-
undur, faðir alls sem er . . .“ Guð er „höfundur“ heimsins, hann hefur
skapað hann og vilji guðs með sköpunarverkinu er trygging fyrir merkingu
þess. Fullur trúnaðartrausts getur maðurinn gefið sig á vald hins algóða
guðs og ætlunar hans með lífi einstaklingsins og dauða:
Leyfðu nú, drottinn! enn að una
eitt sumar mér við náttúruna;
kallirðu þá, ég glaður get
gengið til þín ið dimma fet.46
Afstaðan til guðs er orðin mun flóknari í Hulduljóðum. Jónas er byrjaður
að semja Hulduljóð í Reykjavík, árið 1841 og skrifar Konráði til Hafnar:
„Eg er nú að „skera upp“, þ.e. kryfja kútmaga dagsdaglega, sömuleiðis að
354