Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 96
Tímarit Mdls og menningar
beiðslan og trúleysið. Þetta má jafnframt segja um mörg, kannski öll góð
ljóðskáld, en það sem gerir Jónas einstakan fyrir okkur er hvernig hann
skrifar, hvernig hann býr til sinn innri heim í ljóðmáli sem áður var óþekkt
á Islandi. Með og í málinu tjáir Jónas veruleika sinn, fullan af átökum og
spennu, sem jafnframt er haldið í skefjum af málinu.
Tilhugsunin um að það sé enginn tilgangur með lífinu, enginn algóður
faðir, enginn endalaus kærleikur virðist óbærileg fyrir Jónas. Ef guð er ekki
til, trygging þess að allt hafi tilgang, missa öll orð merkingu sína, því hjá
Jónasi Hallgrímssyni getur málið ekki hverfst í kringum hið svarta holrúm
öðru vísi en að svelgurinn gleypi hann sjálfan. Sá sem talar verður -
„ósjölftur“.
1) Vegna óreglu um sumarið segir Hannes Hafstein í formála að Ljáðmælum eftir
Jónas Hallgrímsson, 1913, bls. xxx. Þegar aðstæður Jónasar og ljóðið Gunnarshólmi
er skoðað (sbr. „Skáldið eina“ TMM 2, 89) kann sú túlkun að virðast nokkur ein-
földun.
2) I fyrri hluta þessarar greinar þ.e. „Skáldið eina“, notaði ég útgáfurnar frá 1913 og
1947. Hér hef ég breytt öllum beinum tilvísunum í ljóð og lausamál Jónasar þannig
að vísað er til nýju heildarútgáfunnar: Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn
Yngvi Egilsson: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar, Reykjavík 1989 (hér á eftir kölluð
Ritverk 1989). Ritverk 1989, IV bindi, bls. 10.
3) Arnþór Garðarsson: „Dýrafræðingurinn Jónas Hallgrímsson“, Ritverk 1989,
IV. bindi, bls. 57.
4) Ritverk 1989, III. bindi, bls. 5-29.
5) Hannes Hafstein, Ljóðmæli, 1913, bls. XXXVIII-XLIX.
6) Hannes Hafstein, Ljóðmæli 1913, bls. L-LI.
7) Jónas Hallgrímsson: Ljóðmæli, Tómas Guðmundsson gaf út. Helgafell 1947, bls.
8) Ritverk 1989, II. bindi, bls. 158-159.
9) „Biedermeyer" var nafnið á stefnu í byggingarlist og innanhússskreytingum sem
fór í kjölfar rómantíska tímabilsins og túlkaði rómantíkina á huggulegan, nokkuð
sundurgerðarlegan hátt fyrir borgara sem vildu vera í tísku en þoldu engar æsingar.
10) Dansk litteraturhistorie, 5, Borgerlig enhedskultur 1807-1848, Gyldendal 1984,
bls. 327-334 og 522-531.
11) „Hun radikaliserede nogle av de indsigter, hun fik som mor og opdragerske, og
hun havde et forum for sine meninger i den humant rummelige digterkreds omkr-
ing seg.“ Dansk litteraturhistorie 5, bls. 477.
12) Ritverk 1989, II. bindi, bls. 213.
13) Ritverk 1989, II. bindi, bls. 191.
14) Ritverk 1989, II, bls. 194.
15) „ . . . danne Epoche i de danske Törvs Historie" eins og P.L. Moller segir svo
illkvittnislega í greininni „Et besök i Sora“ Dansk litteraturhistorie 5, bls. 330.
16) Þó Jónas sé hér að gera sem mest úr verkum sínum, segja Konráði hve vel hann
358