Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 103
Eintal
Ég kom með hana að hitta þig eftir að þú hafðir stungið af og flutt
til Notting Hill Gate. Auðvitað. Þeir enda allir þar. En ég enda ekki
þar, ég enda aldrei þeim megin við almenningsgarðinn.
Þögn
Þú sast þarna hjá plötuspilaranum þínum á meðan skallinn á þér
stækkaði, - Beethoven, kakóbollar og kettir. Það gerði útslagið.
Kakóbollinn gerði útslagið. Þessi einangrun þín, hún var hættuleg.
Ég vissi það jafnvel og ég sit hérna. Þetta var vefurinn sem ástin mín,
ástin mín svarta flögraði í, flökti í, svarta náttfiðrildið mitt. Hún
tafsaði í ljósinu þínu, þessu hálffýlulega, afskiptalausa, lífshættulega
ljósi. En þannig eru staðreyndir lífsins. Þeir sem halda sér saman
koma best út úr því.
Þögn
Hvað sjálfan mig varðar, þá hef ég alltaf verið mest fyrir einfaldar
ástarsenur, þetta sígilda mynstur, indæla . . . indæla . . . indæla
kveðjustund á Paddington stöðinni. Ég með kragann uppbrettan.
Mjúkir vangar hennar. Hún þétt upp við mig, fætur hennar niður
undan regnkápunni, brautarpallurinn, vangar hennar og hendur,
ekkert er eins vel til þess fallið að halda ástinni heitri eins og gufuvæl
lestanna, að halda ástinni rakri, finna hana þrýstast upp í hálsinn,
íbenviðarástin mín, hún brosir til mín, ég kom við hana.
Þögn
Ég finn til með þér. Jafnvel þótt þú finnir ekki til neins . . . gagn-
vart mér. Ég finn til með þér gamli minn.
Þögn
Ég hef alltaf nóg að gera í huganum, og þess vegna gneistar ennþá
af mér, skilurðu. Núna hef ég eitt hundrað prósent meiri orku en
þegar ég var tuttugu og tveggja. Þegar ég var tuttugu og tveggja svaf
ég í tuttugu og fjóra tíma á sólarhring. Og í tuttugu og tvo þegar ég
var tuttugu og fjögra. Reiknaðu þetta svo út sjálfur. En núna gneist-
ar af mér, núna er ég á toppnum, hérna uppi, tvö þúsund snúningar
á sekúndu, hverja einustu stund sólarhringsins. Ég er fremstur í
flokki. Þekktur fyrir þrótt minn. Ég er kominn yfir goðsagnirnar,
búinn með þær, kakóbolla, svefn, Beethoven, ketti, rigningu, blakk-
ar konur, bestu vini, bókmenntir, búðing. Nú segir þú að ég hafi
ekki talað um annað í allt kvöld, en skilurðu ekki helvítis asninn
þinn, að ég hef efni á því, geturðu ekki skilið kaldhæðnina í því? En
365