Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 107

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 107
Nelly Sachs þessu fótataki. Sparkað í hurðina. Undir eins sögðu þeir. Tímarnir tilheyra okkur. Hurðin var ysta húðin sem þeir fláðu af. Síðan risti hnífur aðskiln- aðarins dýpra.“ „Hnífur aðskilnaðarins" er myndhverfing hins ósegjanlega og vísar um leið til atburða sem hentu Nelly í raun og veru. I aprílbyrjun árið 1940 var hún handtekin ásamt ástvini sínum á Steinplatz-torginu í Berlín. Eftir yfir- heyrslu Gestapó missti hún málið í fimm daga en vinur hennar var fluttur í útrýmingarbúðir. Enn þann dag í dag er það ráðgáta hver þessi maður var, hvað hann hét og hvers vegna hann var ekki látinn laus eftir yfirheyrsluna. Sambandið við hann var eitt af því sem Nelly Sachs vildi halda fyrir sig sjálfa. I fyrsta ljóðaflokki sínum „I húsnæði dauðans“ biður hún fyrir „dauðum brúðguma“. Og honum tileinkar hún síðustu ljóðaflokka sína „Glóandi ráðgáta" og „Hin leitandi". Þau hittust á laun í 32 ár og enginn vissi af fundum þeirra nema móðir Nellyar. Nelly hét réttu nafni Leonie. Hún var einbirni og ólst upp hjá foreldrum sínum í Tiergarten sem var hverfi velstæðra borgara í Berlín. Þegar hún var 11 ára gömul fór hún í stúlknaskólann „Aubert“. Námið tók eitt ár sem þótti nóg fyrir stúlkur á þessum tíma jafnvel þótt þær kæmu frá „betri heimilum.“ Þær áttu síðan að bíða þess prúðar og stilltar á heimili foreldra sinna að „sá rétti“ léti sjá sig. Hvað varðar Nelly Sachs þá var það ekki sá rétti sem birtist. Sautján ára kynntist hún „brúðgumanum". Um hann er ekki annað vitað en það að Nelly fékk ekki að eiga hann vegna þess að hann var fráskilinn. Faðir hennar var rétttrúaður í sínum gyðingdómi. Þjóðsagan um Nelly Sachs hljómar hins vegar eitthvað á þessa leið: Hún fæddist í Berlín og var af auðugri þýskri gyðingaætt. A heimili hennar var þeim Goethe og Beethoven meira hampað en Móses og spámanninum Jes- aja. Nelly var send í fínan telpnaskóla. Hún sótti líka einkatíma hjá rabbína nokkrum sem kenndi henni gyðingleg fræði en Jesús Kristur sem hún lærði um í skólanum sínum átti meiri ítök í hjarta hennar. Hún var einbirni sem mikið var látið með og vissi ekki hvað gyðingahatur var. Afar smávaxin með stór kúlulaga augu og tinnusvart hár. Fyrstu fjörutíu árin sem hún lifði hafði hún lítið sem ekkert samband við það sem kallað er raunveru- leiki. Hún varð sér ekki út um starfsmenntun og ástina upplifði hún aðeins í draumórum og svimandi þrá. - Þannig lýsti til dæmis Olof Lagercrantz, ritstjóri Dagens Nyheter í Stokkhólmi, lífi skáldkonunnar í minningargrein sem hann skrifaði um hana. Þessi unaðsmynd af æsku skáldkonunnar er heilaspuni ritstjórans og það sem verra er, það glittir hér og hvar í gyðingaandúð í henni. Nelly reyndi alla tíð að verjast þessari lygi. I bréfi sem hún skrifaði Berendsohn 1959 369
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.