Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 108
Tímarit Máls og menningar stendur: „Okkur voru sköpuð þungbær örlög. Aðeins göfgi föður míns og ástríki móður minnar komu í veg fyrir að líf okkar myrkvaðist alveg. Sem sagt, kæri Walter - ekkert í ætt við friðsælt borgaraheimili." Nelly lifði tvöföldu lífi. Hún var ástrík dóttir sem annaðist sjúkan föður sinn allt þar til hann lést 1933. Og hún elskaði ástvin sinn á laun. Hún samdi hefðbundnar helgisögur og meinlausar ballöður og orti ljóð um for- boðna ást sína. Árið 1921 kom út í Berlín bókin „Helgisögur og frásagnir“. I nóvember sama ár sendi hún Selmu Lagerlöf eintak af bókinni en hún dáði Selmu eftir að hafa lesið Gösta Berlingssögu 15 ára gömul. Þetta varð til þess að þær stöllur tóku að skrifast á. Síðar meir áttu þessi kynni eftir að koma Nelly Sachs til góða. Eftir lát föðurins flytja Nelly og móðir hennar í leiguhúsnæði sem fjöl- skyldan átti við Lessingstrasse í Berlín. Nelly annast nú fjármál mæðgn- anna og sér jafnframt um leiguhúsnæðið. Hún kynnist Helenu Herrmann, konu germanistans og leikhúsmannsins Max Herrmann, sem kemur henni í kynni við bókmenntakonur er hafa stofnað leshring um síðrómantíska skáldið Stefan George. Tvær nánustu vinkonur hennar, þær Vera Lach- mann og Gudrun Harlan, eru einnig í leshringnum. Og öðru hvoru birtast ljóð eftir hana í dagblöðum Weimar-lýðveldisins svo sem í „Vossische Zeitung" og í „Berliner Tageblatt“. Það spyrst fljótlega út að þarna sé komið fram gott ljóðskáld. En Nelly Sachs er gyðingur. Einn góðan veður- dag kemur að því að það varðar við lög að birta skrif gyðinga á prenti. Nýr leigjandi flytur inn í húsið við Lessingstrasse; Paul Hoffmann til- vonandi yfirmaður fangabúðanna við Majdanek. Hann kúgar mæðgurnar með sífelldum hótunum þannig að þær lifa í stöðugum ótta um afdrif sín. Nelly tekur að íhuga að flýja en það er allt annað en auðvelt að komast burt úr landi böðlanna. Stríðið er skollið á og það land sem taka vill við landflótta gyðingum fyrirfinnst ekki lengur. Gudrun Harlan gerir sér ferð til Svíþjóðar til að biðja Selmu Lagerlöf um aðstoð. Hún er aríi og kemst því óáreitt úr landi en verður að selja húsgögnin úr íbúð sinni til að eiga fyrir ferðinni. Nasistarnir hafa tekið allar eigur Nelly Sachs og móður hennar lögtaki. Slíkar aðgerðir nefna þeir „Arisierung". Gudrun Harlan nær tali af Selmu Lagerlöf en fyrst í stað virðist fundur þeirra ekki ætla að bera mikinn árangur. Það er ekki fyrr en konungsbróðirinn Eugen ljær málinu stuðning sinn að það tekst að útvega vegabréfsáritun til bráða- birgða. Ætlunin var sú að mæðgurnar gerðu aðeins stuttan stans í Svíþjóð en héldu síðan til Bandaríkjanna. Sænska ríkið krafðist tryggingar upp á 200 sænskar krónur. Nelly og móður hennar var hins vegar óheimilt að taka með sér meira en 10 þýsk mörk. Þetta bjargaðist þó á endanum því gyðingasamtökin í Stokkhólmi og 370
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.