Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 111

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 111
Nelly Sachs ers kom til skjalanna og enginn virtist draga gildi þessarar hrottalegu með- ferðar í efa. Nelly Sachs gekk aldrei af vitinu en hún orkaði ekki lengur að brynja sig gegn veruleikanum. Engu að síður reyndi hún að brjóta sér leið út úr því sjöfalda helvíti sem líf hennar í Beckomberga var með því að yrkja og skrifa. I ljóðinu „Nótt nóttanna" fléttar hún saman ógnum fortíðarinnar og skelfingu raflostsmeðferðarinnar. Vinum sínum Bent og Margarethu Holmquist skrifar hún: „Síðustu vikurnar hef ég verið að nálgast hámarkið. Allsstaðar verður hann fyrir mér þessi rauði Hieronymus-Bosch-litur - blóð, blóð, hver bíll, hvert mótorhjól, hver garðsláttuvél. Það er með ólík- ingum að ég skuli hafa lifað þetta af. Já kæru vinir, gasklefarnir - það tók ekki nema 20 mínútur - en þetta hefur varað árum saman.“ Hún bar öll sjúkdómseinkenni þeirra sem lifðu útrýminguna af; henni var um megn að lifa með vitneskjunni um hina dauðu og kvalirnar sem þeir máttu þola áður en þeir voru sendir í gasið. Og ljóðayrkingar dugðu ekki til að slá á þrautir endurminninganna. A hælinu fylgdist hún með fréttum af réttarhöldunum yfir Eichmann. Hún las um fangabúðastjórann Höss sem þreif kornabörn úr fangi mæðra þeirra og henti þeim hlæjandi á eld. Sjálf hafði hún setið í dýflissum Gesta- pó í Berlín og grálynd örlögin höguðu því þannig að aðeins steinsnar frá íbúð hennar í Stokkhólmi höfðu sænskir nýnasistar rottað sig saman. „Aftur og aftur ný syndaflóð með bókstöfum pyntuðum til sagna málgefnir fiskar á önglinum í beinagrind saltsins svo sárið verði læsilegt." Árið 1961 gaf Suhrkamp forlagið út bókina „Fahrt ins Staublose" og sá Hans Magnus Enzenberger um útgáfuna. I þessa bók var safnað saman öll- um ljóðum skáldkonunnar sem þá höfðu birst, auk ljóðaflokksins „Enn heldur dauðinn lífinu veislu“ sem Nelly orti á taugahælinu. Þessi bók tryggir henni skáldfrægð í Vestur-Þýskalandi. I það minnsta vita nú koll- egar hennar í skáldastétt að ljóðlist flóttakonunnar á engan sinn líka. Hún var jafnaldri expressíónísku ljóðskáldanna Franz Werfel og Ivan Goll og var eilítið yngri en Else Lasker-Schúler. Þegar expressíónísk ljóð- list stóð í mestum blóma, á árunum milli 1910 og 20 sýndi Nelly henni lít- inn áhuga. En nú, löngu síðar, gengur hún í smiðju til expressíónistanna. I ljóðum hennar bregður ósjaldan fyrir myndum úr biblíunni og gyðinglegri dulspeki og minna þá á myndmál Else Lasker-Schúler. Hún lýsir líkbrennsluofnum og gasklefum, hinni iðnvæddu útrýmingu 373
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.