Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 111
Nelly Sachs
ers kom til skjalanna og enginn virtist draga gildi þessarar hrottalegu með-
ferðar í efa.
Nelly Sachs gekk aldrei af vitinu en hún orkaði ekki lengur að brynja sig
gegn veruleikanum. Engu að síður reyndi hún að brjóta sér leið út úr því
sjöfalda helvíti sem líf hennar í Beckomberga var með því að yrkja og
skrifa. I ljóðinu „Nótt nóttanna" fléttar hún saman ógnum fortíðarinnar og
skelfingu raflostsmeðferðarinnar. Vinum sínum Bent og Margarethu
Holmquist skrifar hún: „Síðustu vikurnar hef ég verið að nálgast hámarkið.
Allsstaðar verður hann fyrir mér þessi rauði Hieronymus-Bosch-litur -
blóð, blóð, hver bíll, hvert mótorhjól, hver garðsláttuvél. Það er með ólík-
ingum að ég skuli hafa lifað þetta af. Já kæru vinir, gasklefarnir - það tók
ekki nema 20 mínútur - en þetta hefur varað árum saman.“
Hún bar öll sjúkdómseinkenni þeirra sem lifðu útrýminguna af; henni
var um megn að lifa með vitneskjunni um hina dauðu og kvalirnar sem þeir
máttu þola áður en þeir voru sendir í gasið. Og ljóðayrkingar dugðu ekki
til að slá á þrautir endurminninganna.
A hælinu fylgdist hún með fréttum af réttarhöldunum yfir Eichmann.
Hún las um fangabúðastjórann Höss sem þreif kornabörn úr fangi mæðra
þeirra og henti þeim hlæjandi á eld. Sjálf hafði hún setið í dýflissum Gesta-
pó í Berlín og grálynd örlögin höguðu því þannig að aðeins steinsnar frá
íbúð hennar í Stokkhólmi höfðu sænskir nýnasistar rottað sig saman.
„Aftur og aftur ný syndaflóð
með bókstöfum pyntuðum til sagna
málgefnir fiskar á önglinum
í beinagrind saltsins
svo sárið verði læsilegt."
Árið 1961 gaf Suhrkamp forlagið út bókina „Fahrt ins Staublose" og sá
Hans Magnus Enzenberger um útgáfuna. I þessa bók var safnað saman öll-
um ljóðum skáldkonunnar sem þá höfðu birst, auk ljóðaflokksins „Enn
heldur dauðinn lífinu veislu“ sem Nelly orti á taugahælinu. Þessi bók
tryggir henni skáldfrægð í Vestur-Þýskalandi. I það minnsta vita nú koll-
egar hennar í skáldastétt að ljóðlist flóttakonunnar á engan sinn líka.
Hún var jafnaldri expressíónísku ljóðskáldanna Franz Werfel og Ivan
Goll og var eilítið yngri en Else Lasker-Schúler. Þegar expressíónísk ljóð-
list stóð í mestum blóma, á árunum milli 1910 og 20 sýndi Nelly henni lít-
inn áhuga. En nú, löngu síðar, gengur hún í smiðju til expressíónistanna. I
ljóðum hennar bregður ósjaldan fyrir myndum úr biblíunni og gyðinglegri
dulspeki og minna þá á myndmál Else Lasker-Schúler.
Hún lýsir líkbrennsluofnum og gasklefum, hinni iðnvæddu útrýmingu
373