Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 117

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 117
Rökræóur á Pentelikusarfjalli Sumir, bjartsýnir í lund, ætluðu honum stað í nútíðinni, aðrir sem efuðust meir en voru þó enn bjartsýnir, áttu von á framtíð, og enn aðrir með fjörugt ímyndunarafl sögðust muna eftir fortíð; en einum þeirra var eftirlátið að standa og berjast gegn þessum hindurvitnum um leið og hann barði í stúf af veðruðu ólífutré, og einnig til að undirstrika með miklum áherslum í máli og látbragði fortíð Grikkj- anna og hvað þeir væru ekki lengur. Slík þjóð, mælti hann - og sem hann talaði var sólin á lofti, og gullinn örn sveif yfir hæðinni - slík þjóð fæddist jafn skyndilega og dögunin og andaðist eins og dagurinn deyr hér í Grikklandi, ger- samlega. Fáfróð um allt sem fáfræði er vert - góðverk, trú, heimilis- líf, lærdóm og vísindi - Hún einbeitti huga sínum að hinu fagra og góða, og fannst það ekki aðeins nóg fyrir þennan heim, heldur og fyrir ótal heima sem fylgdu í kjölfarið. „Þar sem Grikkirnir höfðu hógværð-“ en til að ljúka tilvitnuninni, því hann varð að lesa það sem aðrir máttu ei mæla, bað hann um Peacockinn sinn, og Peacockinn hafði verið skilinn eftir með vissum sokkum og tób- aksdós, sem sárastur missir var að, í rústum Olympíu, og hann neyddist til að halda máli sínu áfram svolítið lægri röddu en af engu minni einlægni en áður. Því næst talaði hann um hvernig Grikkir hefðu með því að sneiða burt allt ofaukið að lokum opinberað hina fullkomnu styttu, eða hinn hæfilega bragarhátt, rétt eins og við á hinn veginn hjúpum þá í larfa tilfinninga okkar og ímyndunarafls og hyljum með því útlit þeirra og eyðileggjum kjarnann. Lítið á, hróp- aði hann upp yfir sig, Appollon á Olympusi, höfuð drengs í Aþenu, lesið Antígónu, röltið um rústir Parþeions, og spyrjið ykkur hvort rými sé til hliðar eða við fótskörina svo nokkur seinni tíma fegurð geti læðst inn. Eða er ekki satt, eins og ímyndun kvisar í bleikri og fölri aftureldingunni, að einungis viss fjöldi fagurra mynda hafi svif- ið um í húminu fyrir hugann til að uppgötva er Grikkir eigruðu um með stein og tungu, og það eina sem okkur er látið eftir sé þögul til- beiðsla eða, ef við viljum, að strokka galtómt andrúmsloftið? Einn þeirra svaraði honum en lund hans var þegar menguð stór- hættulegri villutrú; því aðeins ári áður hafði hann notfært sér splunkunýjan kosningarétt til að samþykkja að Grikkir, eins og hann orðaði það, „hættu að píska heimska drengi til góðrar hegðun- ar.“ Og þó var hann skólagenginn sjálfur. Rök hans, en við verðum 379
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.