Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 119

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 119
Rökraður á Pentelikusarfjalli skógarbirninum, en nánari athugun leiddi í ljós að þetta var aðeins munkur að framfylgja hinum lítilsigldu skyldum klaustursins sem var þar í nágrenninu. Hann kom ekki auga á Englendingana sex fyrr en hann var kominn þétt upp að þeim og þá fékk nærvera þeirra hann til að rétta úr sér og stara líkt og hrifinn gegn vilja sínum burt frá ánægjulegum hugleiðingum. Þá sáu þeir að hann var stór og vel skapaður, og hafði nef og brúnir grískrar styttu. Vissulega var hann skeggjaður og hár hans sítt, og öll rök hnigu að því að hann væri bæði óhreinn og ómenntaður. En þar sem hann stóð þarna, hengdur upp á þráð, opineygur, skaust stórkostleg - átakanleg - von um hugi sumra þeirra sem sáu hann að hann væri ein þeirra upprunalegu mynda sem hafa djúpt í hinni grófu jörð staðist tímans tönn og framkalla hina fyrstu tíma og hina óafmáðu tegund: eitthvað gæti verið til sem héti Maður. En enskri hugsun er ekki lengur gefið - þeirrar gáfu er kannski notið í Rússlandi - að sjá hárvöxt spretta fram á barnsmjúkum eyr- um og klofinn hóf þar sem eru tíu aðskildar tær. Þeirra gáfa er að sjá eitthvað annað en það og hver veit, ef til vill eitthvað betra en það. Altént fannst Englendingunum sex sem lágu undir fíkjutrénu þeir fyrst í stað knúnir til að draga að sér skipulagslausa útlimi sína og síðan að setjast uppréttir og því næst að horfast í augu við munkinn eins og maður horfist í augu við mann. Slíkur var máttur augnanna sem einblíndu á þá, því hann varð ekki aðeins skírari af golunni í ólífulundinum heldur kviknaði hann af annarri orku sem lifir lengur en trén og kemur þeim jafnvel fyrir. Og sannlega, og túlkið það hvernig sem þið viljið, hvort sem þið kallið það staðreynd eða hvísl- ið það kraftaverk, og það gæti hafa verið hvort tveggja, þá var ljósið slíkt að trén suðuðu og vindurinn blés. Og þúsundir lítilla kvikinda iðuðu í grasinu, og jörðin varð hörð undir fæti um margar mílur. Ekki hófst andrúmsloftið heldur eða lauk því með þeim degi og þeim sjóndeildarhring, heldur breiddi það úr sér eins og skínandi grænt fljót óendanlegt í allar áttir og veröldin flaut í eilífu iðukasti þess. Slíkt var ljósið í augum þessa brúna munks og öll hugsun um dauða, ösku eða eyðingu undir augnaráði hans var lík því að leggja blað af þunnum pappír á eldinn. Því það nísti gegnum margt, og þaut eins og ör dragandi gullna keðju gegnum aldir og kynþætti uns form karla og kvenna og himinsins og trjánna risu sitt hvoru megin 381
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.