Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 120

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 120
Tímarit Máls og menningar við leið hennar og mynduðu styrk og heilsteypt trjágöng frá einum enda tímans til annars. Og Englendingarnir hefðu ekki getað sagt á þeirri stund til um við hvorn endann þeir stóðu, því gatan var slétt eins og gullhringur. En Grikkirnir, það er Platón og Sófókles og all- ir hinir, voru nálægir, jafn nálægir þeim og hvaða vinur eða elskhugi sem væri, og önduðu að sér einmitt því lofti sem kyssti vangann og bærði vínviðinn, en rétt þó eins og unglingar trönuðu þeir sér fram og efuðust um framtíðina. Slíkur logi sem sá er brann í augum þessa brúna munks, þó hann hafi eigrað um dulda staði síðan, og hafi lýst upp hrjóstruga hlíðina og ljómað meðal steinanna og kyrkingslegra trjánna, hafði eitt sinn verið kveiktur í hinni upprunalegu eldstó; og mun eflaust halda áfram að loga í höfði munks eða bónda þegar fleiri aldir hafa liðið en heilinn kann að telja. Samt sem áður var allt og sumt sem munkurinn sagði xakr]OJt8Qa sem þýðir gott kvöld, og það var skrýtið að hann skyldi ávarpa herramanninn sem hafði verið fyrstur til að kveða upp dóminn yfir kynþætti hans. Og sem hann endurgalt kveðjuna og á meðan hann tók pípuna úr munninum, var hans einlæga sannfæring sú að hann talaði sem Grikki við Grikkja og ef Cambridge afneitaði því sam- bandi þá tóku hlíðar Pentelikusar og ólífulundir Mendeli undir það. En húmið sem leggst yfir hinn gríska dag féll líkt og hnífur yfir himinhvolfið; og sem þeir riðu heim eftir veginum milli vínviðarins voru ljósin að kvikna í Aþenu og talið snerist um kvöldmat og rúm. Eftirmáli þýðanda Þessi saga Virginíu Woolf fannst fullfrágengin til prentunar í blöðum hennar við háskólann í Sussex og birtist í fyrsta sinn í Times Literary Supplement þann 17. nóbember árið 1987. Hún er að öllum líkindum skrifuð nokkru áð- ur en fyrsta skáldsaga hennar, The Woyage Out, en hún kom út í mars árið 1915. I formála að sögunni í TLS, segir S.P. Rosenbaum að sagan gæti hafa verið skrifuð einhverjum mánuðum eftir dauða bróður hennar, Thoby, árið 1906, um það leyti þegar hún byrjar aftur að skrifa eftir áfallið við dauða hans. Samband Virginíu við bróður sinn var náið og dauði hans enn eitt áfallið eft- ir að hún hafði misst föður sinn, móður og hálfsystur með örstuttu millibili. Systkinin höfðu haldið til Grikklands í langþráð ferðalag. Thoby og Adrian (yngri bróðir hennar fæddur 1883) héldu á undan þeim Virginíu og Vanessu (eldri systir, fædd 1879). Með þeim systrum fór Violet Dickinson sem hafði reynst Virginíu vel eftir dauða föður hennar, þegar Virginía fékk annað 382
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.