Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 121
Rökrœdur á Pentelikusarfjalli
taugaáfall sitt. Þá sáu um hana þrjár nunnur sem voru í huga Virginíu illskan
holdgerð, fuglarnir fyrir utan gluggann sungu á grísku og Játvarður sjöundi
fól sig í runnunum með óstöðvandi munnræpu klúryrða. Virgínía varð yfir
sig ástfangin af þessari konu sem var nokkru eldri en hún. Talið er að Violet,
Vanessa og Thoby hafi drukkið ósoðna mjólk í misskítugum grískum þorp-
um og eftir að hafa barist áfram lengur en vitlegt var, sneru Violet og Virgin-
ía aftur til Englands þar sem Virginía hlúði að henni. Thoby hafði farið á
undan þeim heim og ástand hans var svo slæmt að fela varð það fyrir systur
hans, læknarnir töldu hann haldinn malaríu þegar hann var í raun með tauga-
veiki. Hann lést seint í nóvember sama ár og virðist Virginía aldrei hafa náð
sér að fullu eftir það áfall. Vanessa systir þeirra giftist Clive Bell rétt tveimur
dögum eftir dauða Thobys, Virginía og Adrian voru orðin utanveltu og
fluttu í hús við Fitzroy Square númer 29. Sú Virginía sem fólk kynntist í því
húsi var alls ólík þeirri feimnu og hneykslunargjörnu stúlku sem hún hafði
verið fram að því, hún hafði öðlast sjálfstraust og var orðin opinská sem gat
hneykslað og sært, en þetta birtist bæði í umgengni hennar og ritum upp frá
því.
Jacob’s Room (1922) hefur einnig verið tengd dauða Thobys en í þeirri
sögu klífur Jacob einmitt Pentelikusarfjall á ferðum sínum um Grikkland.
Raunar hafa margir þóst kenna Thoby í flestum ritum Virginíu.
Rosenbaum segir stíl sögunnar sækja sér fyrirmyndir til bæði Platóns og
breska rithöfundarins Thomas Love Peacock (1785-1866), en á hann er
minnst með skemmtilegum hætti í sögunni. Einnig minnist hann á að sú
tækni Woolf að segja frá um leið og hún vitnar í samræðurnar ætti að vera
kunnug lesendum seinni verka hennar.
Þann 28. mars árið 1941 skrifaði Virginía Woolf manni sínum Leonard og
Vanessu systur sinni kveðjubréf, fyllti vasa sína af grjóti og drekkti sér í ánni
Ouse. Hún hafði fundið hjá sjálfri sér fyrir einkennum sem hún þekkti sem
undanfara þeirrar geðveiki sem altók hana þegar síst varði, nokkuð sem hún
barðist við alla sína æfi. Líkami hennar fannst þremur dögum seinna.
383