Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 121
Rökrœdur á Pentelikusarfjalli taugaáfall sitt. Þá sáu um hana þrjár nunnur sem voru í huga Virginíu illskan holdgerð, fuglarnir fyrir utan gluggann sungu á grísku og Játvarður sjöundi fól sig í runnunum með óstöðvandi munnræpu klúryrða. Virgínía varð yfir sig ástfangin af þessari konu sem var nokkru eldri en hún. Talið er að Violet, Vanessa og Thoby hafi drukkið ósoðna mjólk í misskítugum grískum þorp- um og eftir að hafa barist áfram lengur en vitlegt var, sneru Violet og Virgin- ía aftur til Englands þar sem Virginía hlúði að henni. Thoby hafði farið á undan þeim heim og ástand hans var svo slæmt að fela varð það fyrir systur hans, læknarnir töldu hann haldinn malaríu þegar hann var í raun með tauga- veiki. Hann lést seint í nóvember sama ár og virðist Virginía aldrei hafa náð sér að fullu eftir það áfall. Vanessa systir þeirra giftist Clive Bell rétt tveimur dögum eftir dauða Thobys, Virginía og Adrian voru orðin utanveltu og fluttu í hús við Fitzroy Square númer 29. Sú Virginía sem fólk kynntist í því húsi var alls ólík þeirri feimnu og hneykslunargjörnu stúlku sem hún hafði verið fram að því, hún hafði öðlast sjálfstraust og var orðin opinská sem gat hneykslað og sært, en þetta birtist bæði í umgengni hennar og ritum upp frá því. Jacob’s Room (1922) hefur einnig verið tengd dauða Thobys en í þeirri sögu klífur Jacob einmitt Pentelikusarfjall á ferðum sínum um Grikkland. Raunar hafa margir þóst kenna Thoby í flestum ritum Virginíu. Rosenbaum segir stíl sögunnar sækja sér fyrirmyndir til bæði Platóns og breska rithöfundarins Thomas Love Peacock (1785-1866), en á hann er minnst með skemmtilegum hætti í sögunni. Einnig minnist hann á að sú tækni Woolf að segja frá um leið og hún vitnar í samræðurnar ætti að vera kunnug lesendum seinni verka hennar. Þann 28. mars árið 1941 skrifaði Virginía Woolf manni sínum Leonard og Vanessu systur sinni kveðjubréf, fyllti vasa sína af grjóti og drekkti sér í ánni Ouse. Hún hafði fundið hjá sjálfri sér fyrir einkennum sem hún þekkti sem undanfara þeirrar geðveiki sem altók hana þegar síst varði, nokkuð sem hún barðist við alla sína æfi. Líkami hennar fannst þremur dögum seinna. 383
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.