Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 125
þessum stað,“ segir í fyrsta erindi.
Seinni hluti kvæðisins er dapur og fag-
ur:
En þó - en þó er allt með öðrum hætti
en áður fyrr. Því jafnvel fuglsins tal
er þrálát spurn, og þreyta í vængjaslætti.
Og þessar lindir kunnu annað hjal.
Broddgular starir. Blælygn vík að
sökkva
bálfaramyndum. Dimman hnígur að.
Sumarið brunnið. Þangað kvakið
klökkva.
Kannski er ráð að halda nú af stað.
Stuttar setningar aðgreindar með
punktum undirstrika hér að skáldinu er
fremur tregt tungu að hræra og myndir
náttúrunnar vekja minningu um útför.
Hann er viðbúinn að kveðja alveg. Sem
betur fer átti hann tuttugu frjósöm ár
ólifuð.
Kvæðin í Að lokum hafa sama klass-
íska yfirbragð og göfuga tungutak og
einkennt hafa fyrri kveðskap. Frábær
heiðríkja er yfir kvæði sem heitir „Vísa
um reyni - tileinkuð Þ.Ö.S." Kvæðið
má kalla eina mynd eða nýgervingu, og
fer ekki hjá því að sá sem þykist geta
ráðið skammstöfunina heyri hljóm
raddar sem engum öðrum er lík:
Þú mikli reynir með ræturnar djúpt í
jörðu
og rammlega tengdar björgum vors
forna lands:
að vísu hefur haustið nálgast og snert
við
hörpu þinni af laufi, en samt er hún
næm
og svarar himinblænum betur en aðrar.
Og betur en öðrum heilsar hann líka
þér,
sviptignum reyni með ræturnar djúpt í
jörðu
og roðnum síðdegis bjarma af kynlegri
glóð.
Mér finnst eins og í þessu kvæði felist
mannkostir bestu einstaklinga heillar
kynslóðar sem ýmist er á förum eða
horfin en hefur skilið eftir dýran arf.
Auk þess að bera því vitni að skáld-
gáfa Ólafs Jóhanns var í fullum blóma
til hinstu stundar sýnir þessi ljóðabók
hans hvernig ástríðufullur hugur lét
aldrei af að leita svara við þeim spurn-
ingum um hinstu rök og samhengi alls
sem leituðu á hann. Þetta kemur skýrast
fram í merkilegu kvæði sem heitir
„Maður spyr lyklavörð um lykil".
Skáldið spyr lyklavörð um hvernig
hægt sé að smíða þann lykil sem geti
„lokið um síðir upp þeim dular-dyrum/
sem daga og nætur rísa gegn hugsun
minni“, og hann getur aðeins nefnt fá-
einar forsendur að smíð þessa lykils,
nefnir nokkrar náttúrumyndir og bætir
við:
Af fegurð lífs og ástúð til alls sem lifir
er undirstaðan fengin að lykilsins gerð
og skírð á andvökunóttum við efa og
þjáning,
við endimarkaleysi dýpstu þagnar
og einnar stjörnu skin í skýjarofi.
Skáldinu er ljóst að enginn annar en
einstaklingurinn sjálfur er fær um að
smíða sér slíkan lykil og nota hann til
að finna hið eina svar við öllum sínum
spurningum. Sama þrotlausa leit kemur
fram í kvæðinu „Maður og klukka", en
jafnframt er í því tilfinningin fyrir ná-
lægð dauðans: „Þér finnst sem lífið segi:
Tíminn líður!/Tak pennann, karl minn!
Senn mun ljúka för!“
Þannig eru kvæði þessi full af átök-
387