Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 125

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 125
þessum stað,“ segir í fyrsta erindi. Seinni hluti kvæðisins er dapur og fag- ur: En þó - en þó er allt með öðrum hætti en áður fyrr. Því jafnvel fuglsins tal er þrálát spurn, og þreyta í vængjaslætti. Og þessar lindir kunnu annað hjal. Broddgular starir. Blælygn vík að sökkva bálfaramyndum. Dimman hnígur að. Sumarið brunnið. Þangað kvakið klökkva. Kannski er ráð að halda nú af stað. Stuttar setningar aðgreindar með punktum undirstrika hér að skáldinu er fremur tregt tungu að hræra og myndir náttúrunnar vekja minningu um útför. Hann er viðbúinn að kveðja alveg. Sem betur fer átti hann tuttugu frjósöm ár ólifuð. Kvæðin í Að lokum hafa sama klass- íska yfirbragð og göfuga tungutak og einkennt hafa fyrri kveðskap. Frábær heiðríkja er yfir kvæði sem heitir „Vísa um reyni - tileinkuð Þ.Ö.S." Kvæðið má kalla eina mynd eða nýgervingu, og fer ekki hjá því að sá sem þykist geta ráðið skammstöfunina heyri hljóm raddar sem engum öðrum er lík: Þú mikli reynir með ræturnar djúpt í jörðu og rammlega tengdar björgum vors forna lands: að vísu hefur haustið nálgast og snert við hörpu þinni af laufi, en samt er hún næm og svarar himinblænum betur en aðrar. Og betur en öðrum heilsar hann líka þér, sviptignum reyni með ræturnar djúpt í jörðu og roðnum síðdegis bjarma af kynlegri glóð. Mér finnst eins og í þessu kvæði felist mannkostir bestu einstaklinga heillar kynslóðar sem ýmist er á förum eða horfin en hefur skilið eftir dýran arf. Auk þess að bera því vitni að skáld- gáfa Ólafs Jóhanns var í fullum blóma til hinstu stundar sýnir þessi ljóðabók hans hvernig ástríðufullur hugur lét aldrei af að leita svara við þeim spurn- ingum um hinstu rök og samhengi alls sem leituðu á hann. Þetta kemur skýrast fram í merkilegu kvæði sem heitir „Maður spyr lyklavörð um lykil". Skáldið spyr lyklavörð um hvernig hægt sé að smíða þann lykil sem geti „lokið um síðir upp þeim dular-dyrum/ sem daga og nætur rísa gegn hugsun minni“, og hann getur aðeins nefnt fá- einar forsendur að smíð þessa lykils, nefnir nokkrar náttúrumyndir og bætir við: Af fegurð lífs og ástúð til alls sem lifir er undirstaðan fengin að lykilsins gerð og skírð á andvökunóttum við efa og þjáning, við endimarkaleysi dýpstu þagnar og einnar stjörnu skin í skýjarofi. Skáldinu er ljóst að enginn annar en einstaklingurinn sjálfur er fær um að smíða sér slíkan lykil og nota hann til að finna hið eina svar við öllum sínum spurningum. Sama þrotlausa leit kemur fram í kvæðinu „Maður og klukka", en jafnframt er í því tilfinningin fyrir ná- lægð dauðans: „Þér finnst sem lífið segi: Tíminn líður!/Tak pennann, karl minn! Senn mun ljúka för!“ Þannig eru kvæði þessi full af átök- 387
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.