Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 128

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 128
Tímarit Máls og menningar Faðir Korts söguhetju er B. Kjögx ljóðskáld og starfsmaður hjá Pósti og síma, afdráttarlaust smáskáld, höfundur Konutorreks. Móðir Korts heitir Rósa Napp Kjögx, dóttir Ogmundar Onund- ar Napps, og deyr hún af slysförum þegar drengurinn Kort er 8 ára. Pá er það sem Rósa systir Ö.O. Napps tekur við honum, og þau ala drenginn upp, afi hans og afasystir. Enn er ónefnd Rósa, dóttir Korts. Ættarmálin koma, eins og af þessu tali sést, mjög við sögu í Skuggaboxi. Menn eru af ættum og hafa margir ætt- arnöfn, lesandinn kemur á ættarmót Kjögxa sem haldið er af Ætttækni hf. Fornvinur Korts, Jón Sveinsson Nonni, er framkvæmdastjóri Ætttækni hf., en hann er reyndar kvæntur Gróu þeirri sem er barnsmóðir Korts. Kort hafði getið henni barn skömmu áður en hann fór út til Svíþjóðar að vinna og nema, en hafði ekki hugmynd um það fyrr en hann komst að því á ættarmótinu er hann var að blaða í ættartali Kjögxa. Rósa afasystir Korts hefur unnið fyr- ir heimilinu með skírnarkjólaleigu og framleiðslu á sinnepsplástri. Aður en hún gefur upp öndina á elliheimilinu Endastöðinni tekst henni að koma sinn- epsuppskriftinni og skírnarkjólunum í hendur Rósu Kortsdóttur og fullnægja þannig lögmáli ættarinnar. Ættirnar tvær sem að Kort standa, Kjögx og Napp, hafa viss einkenni. Kjögxar hafa skúffu og eru heldur óvið- felldnir náungar. Nappar eru þannig gerðir að þegar þeir reiðast setur að þeim óstöðvandi hlátur; þennan skap- gerðarbrest hafa þeir erft frá Þorleifi Guðmundssyni Repp veruleikans, sem frægur varð af því að fatast doktorsvörn sakir reiðihláturs. Ættarnöfnin eru óneitanlega einkennileg, og má um það mál vísa til blaðsíðu 47, þar sem kemur fram, rétt eins og áður í Margsögu Þór- arins (þar bls. 40), að menn hafa gantast og snúið útúr nafninu Kjögx og kallað Kex og Kjöts og Kjöss, Kökks og jafn- vel Kötts - og: „Eg man eftir dreng í hverfinu sem var ári yngri en ég, Þórði Kleppjárn, hjá honum var skrúfjárn og sporjárn og bárujárn." Þetta gæti leitt hugann að Þórði á Kleppi, Nikulási Þórði og Þórði Breiðfjörð en þó helst Þórarni Eldjárn, sem er einmitt einu ári yngri en Kort Kjögx. Sumar persónanna eru tröllslegar eins og fornsagnahetjur, sumar eru mannleg- ar og tragískar eins og Kort verður þeg- ar hann missir son sinn, Sven Breka (78). Kort sveiflast á milli þess að vera gróteskur, furðu ljótur og hlægilegur, og svo hins að vera næsta mannlegur og sléttur og felldur. Ymislegt er vitað um hann, svo sem að hann er fæddur árið 1948, hann veldur óbeint bana móður sinnar árið 1956, hann gengur í Mennta- skólann í Reykjavík, verður stúdent og fer fljótlega eftir það til Svíþjóðar. Ald- ur Korts, menntun hans og Svíþjóðar- vist hljóta að gefa tilefni til samanburð- ar við Þórarin Eldjárn. Ymist er sagt frá Kort í 1. eða 3. persónu (t.d. 35). Eitt atriði sem ruglar lesanda í ríminu varðandi persónurnar eru draugar og tvífarar. Kort Kjögx gengur aftur, og í lokin sameinast hann sjálfum sér eða tvífara sínum í Hlíð: Eg er kominn, segjum við og drögumst saman“ (173). Rósa dóttir hans virðist hafa skorið sig á púls og hún gengur aftur, og þriðji farþeginn í söluferðinni í Garantbíl Kolla mix, sem endar við Helvík (íbúar þar eru helvískir) í grennd við Hlíð er Ö.Ö. Napp, afi Korts, einnig aftur- ganga. Ymsar persónur sögunnar kunna að vera draugar og er ekki ofmælt að 390
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.