Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 128
Tímarit Máls og menningar
Faðir Korts söguhetju er B. Kjögx
ljóðskáld og starfsmaður hjá Pósti og
síma, afdráttarlaust smáskáld, höfundur
Konutorreks. Móðir Korts heitir Rósa
Napp Kjögx, dóttir Ogmundar Onund-
ar Napps, og deyr hún af slysförum
þegar drengurinn Kort er 8 ára. Pá er
það sem Rósa systir Ö.O. Napps tekur
við honum, og þau ala drenginn upp, afi
hans og afasystir. Enn er ónefnd Rósa,
dóttir Korts.
Ættarmálin koma, eins og af þessu
tali sést, mjög við sögu í Skuggaboxi.
Menn eru af ættum og hafa margir ætt-
arnöfn, lesandinn kemur á ættarmót
Kjögxa sem haldið er af Ætttækni hf.
Fornvinur Korts, Jón Sveinsson Nonni,
er framkvæmdastjóri Ætttækni hf., en
hann er reyndar kvæntur Gróu þeirri
sem er barnsmóðir Korts. Kort hafði
getið henni barn skömmu áður en hann
fór út til Svíþjóðar að vinna og nema,
en hafði ekki hugmynd um það fyrr en
hann komst að því á ættarmótinu er
hann var að blaða í ættartali Kjögxa.
Rósa afasystir Korts hefur unnið fyr-
ir heimilinu með skírnarkjólaleigu og
framleiðslu á sinnepsplástri. Aður en
hún gefur upp öndina á elliheimilinu
Endastöðinni tekst henni að koma sinn-
epsuppskriftinni og skírnarkjólunum í
hendur Rósu Kortsdóttur og fullnægja
þannig lögmáli ættarinnar.
Ættirnar tvær sem að Kort standa,
Kjögx og Napp, hafa viss einkenni.
Kjögxar hafa skúffu og eru heldur óvið-
felldnir náungar. Nappar eru þannig
gerðir að þegar þeir reiðast setur að
þeim óstöðvandi hlátur; þennan skap-
gerðarbrest hafa þeir erft frá Þorleifi
Guðmundssyni Repp veruleikans, sem
frægur varð af því að fatast doktorsvörn
sakir reiðihláturs. Ættarnöfnin eru
óneitanlega einkennileg, og má um það
mál vísa til blaðsíðu 47, þar sem kemur
fram, rétt eins og áður í Margsögu Þór-
arins (þar bls. 40), að menn hafa gantast
og snúið útúr nafninu Kjögx og kallað
Kex og Kjöts og Kjöss, Kökks og jafn-
vel Kötts - og: „Eg man eftir dreng í
hverfinu sem var ári yngri en ég, Þórði
Kleppjárn, hjá honum var skrúfjárn og
sporjárn og bárujárn." Þetta gæti leitt
hugann að Þórði á Kleppi, Nikulási
Þórði og Þórði Breiðfjörð en þó helst
Þórarni Eldjárn, sem er einmitt einu ári
yngri en Kort Kjögx.
Sumar persónanna eru tröllslegar eins
og fornsagnahetjur, sumar eru mannleg-
ar og tragískar eins og Kort verður þeg-
ar hann missir son sinn, Sven Breka
(78). Kort sveiflast á milli þess að vera
gróteskur, furðu ljótur og hlægilegur,
og svo hins að vera næsta mannlegur og
sléttur og felldur. Ymislegt er vitað um
hann, svo sem að hann er fæddur árið
1948, hann veldur óbeint bana móður
sinnar árið 1956, hann gengur í Mennta-
skólann í Reykjavík, verður stúdent og
fer fljótlega eftir það til Svíþjóðar. Ald-
ur Korts, menntun hans og Svíþjóðar-
vist hljóta að gefa tilefni til samanburð-
ar við Þórarin Eldjárn. Ymist er sagt frá
Kort í 1. eða 3. persónu (t.d. 35).
Eitt atriði sem ruglar lesanda í ríminu
varðandi persónurnar eru draugar og
tvífarar. Kort Kjögx gengur aftur, og í
lokin sameinast hann sjálfum sér eða
tvífara sínum í Hlíð: Eg er kominn,
segjum við og drögumst saman“ (173).
Rósa dóttir hans virðist hafa skorið sig
á púls og hún gengur aftur, og þriðji
farþeginn í söluferðinni í Garantbíl
Kolla mix, sem endar við Helvík (íbúar
þar eru helvískir) í grennd við Hlíð er
Ö.Ö. Napp, afi Korts, einnig aftur-
ganga. Ymsar persónur sögunnar kunna
að vera draugar og er ekki ofmælt að
390