Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 131
er síld talin fiskur (og herramannsmat-
ur) og dillið er framúrskarandi. Þar eru
saffran og lúsíukettir og þar er skinka.
Svíar læsa híbýlum sínum utanfrá, segir
á bls. 131. Og í málið sækir Þórarinn
meðal annars þetta tvennt: „Er það ekki
kallað að lýsa með fjarveru sinni?“ (97)
og svo orðið „innfallsvinklar" (100).
Forlagsnafnið Gullbringa gæti verið
sænska að hluta. Þá er talað um lasarett,
ekonomibitráde, Finnahatur, gaumljós á
kennaraskrifstofum, Islendingavinnuna
að skúra og fleira sem orkar kunnuglega
á þær þúsundir Islendinga sem dvalist
hafa í þessu alræmda ættlandi Gláms.
Eitt forvitnilegt atriði í Skuggaboxi
eru tengslin við fyrri bækur Þórarins.
Þetta varðar sögupersónur og þá um-
fram allt nöfn þeirra. Rósa er bersýnileg
einna hugleiknast Þórarni af kven-
mannsnöfnum og kemur það fyrir í Er-
indum (1979, bls. 16-17, 46, 67-68) og í
Ofsögum sagt (1981, bls. 85). í síðar-
nefndu bókinni er einnig minnst á Mar-
enshús (OS, 63) sem einnig kemur fyrir
í Skuggaboxi (103). Tengslin við smá-
sagnasafnið Margsógu (1985) eru þó
greinilegust því þar eru margar Rósur
(MS, 12, 23, 38-39, 44, 72) og þar koma
fyrir einir fimm Kjögxar, að minnsta
kosti á baksíðu. Bragi Kjögx skáld er án
efa faðir Korts Kjögx (MS, 27). Þórhall-
ur Kjögx (bróðir Korts) kemur fyrir í
tveim sögum (MS, 37, 67). Og síðast en
ekki síst skal minnt á söguna „Völin á
mölinni" í Margsögu, sem raunar er
fremur safn af skyssum en saga. Þar er
Kort Kjögx (sagður öryrki á bókar-
kápu) sögumaður, þar er kafli um
Kjöts, Kjöss, Kökks og jafnvel Kötts,
svo og um Gróu Jónsdóttur, sem tekinn
er upp í Skuggaboxi (47, MS, 40) og þar
koma fyrir vísanir í Konunglega bóka-
safnið í Stokkhólmi og í Gerðið sama
stað og Gautaborg sem eru meðal vís-
bendinga um að ef til vill megi líta á
söguna sem frumdrög að Skuggaboxi.
I Skuggaboxi er mikið brugðið á leik,
bæði með málið og alls konar efnis-
þætti, og gefa þessar glefsur fjölbreyti-
leikann vonandi til kynna. En auðvitað
mætti miklu lengur rekja ýmiss konar
vísanir og orðaleiki, sem enda eru ær og
kýr Þórarins.
Grunntákn
Nokkur tákn í Skuggaboxi geta vísað
leið til skilnings á sögunni. Hið fyrsta
sem lesandinn rambar á er kannski terr-
assógólfið í Forhúð:
Terrassógólfið á klósettinu í Forhúð
h/f sagði mér mína sögu. Við endur-
komuna sökk ég í heim flísanna á ný
og las þaðan söguna um það sem
var. Ur endalausum brotum sem
fleygt hafði verið í steinlímið gljúpa,
sléttað yfir og pússað og látið
harðna, eins og púsluspil sem stirðn-
að hefur í eilífri og óhagganlegri
óreiðu (. . .) Ur þessu sama gólfi las
ég áður eða spann í það einkennileg-
ar sögur sem allar voru nú orðnar að
sögunni um mig (26).
A öðrum stað segir:
Möguleikarnir eru ótæmandi þegar
maður starir svona niður í þetta gólf
og man allt sem kviknaði. Eða
kviknar allt sem ég man? Hvað man
ég, og hvað man ég að ég man? (. . .)
Svo eru líka þessar minningar um
minningar. Af þeim eru aðeins eftir
frystar svipmyndir, eitt og eitt snap-
skot, stöku loðmullulegt stillubein,
en þau virðast þó ekki óhagganleg
TMM IX
393