Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 131

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 131
er síld talin fiskur (og herramannsmat- ur) og dillið er framúrskarandi. Þar eru saffran og lúsíukettir og þar er skinka. Svíar læsa híbýlum sínum utanfrá, segir á bls. 131. Og í málið sækir Þórarinn meðal annars þetta tvennt: „Er það ekki kallað að lýsa með fjarveru sinni?“ (97) og svo orðið „innfallsvinklar" (100). Forlagsnafnið Gullbringa gæti verið sænska að hluta. Þá er talað um lasarett, ekonomibitráde, Finnahatur, gaumljós á kennaraskrifstofum, Islendingavinnuna að skúra og fleira sem orkar kunnuglega á þær þúsundir Islendinga sem dvalist hafa í þessu alræmda ættlandi Gláms. Eitt forvitnilegt atriði í Skuggaboxi eru tengslin við fyrri bækur Þórarins. Þetta varðar sögupersónur og þá um- fram allt nöfn þeirra. Rósa er bersýnileg einna hugleiknast Þórarni af kven- mannsnöfnum og kemur það fyrir í Er- indum (1979, bls. 16-17, 46, 67-68) og í Ofsögum sagt (1981, bls. 85). í síðar- nefndu bókinni er einnig minnst á Mar- enshús (OS, 63) sem einnig kemur fyrir í Skuggaboxi (103). Tengslin við smá- sagnasafnið Margsógu (1985) eru þó greinilegust því þar eru margar Rósur (MS, 12, 23, 38-39, 44, 72) og þar koma fyrir einir fimm Kjögxar, að minnsta kosti á baksíðu. Bragi Kjögx skáld er án efa faðir Korts Kjögx (MS, 27). Þórhall- ur Kjögx (bróðir Korts) kemur fyrir í tveim sögum (MS, 37, 67). Og síðast en ekki síst skal minnt á söguna „Völin á mölinni" í Margsögu, sem raunar er fremur safn af skyssum en saga. Þar er Kort Kjögx (sagður öryrki á bókar- kápu) sögumaður, þar er kafli um Kjöts, Kjöss, Kökks og jafnvel Kötts, svo og um Gróu Jónsdóttur, sem tekinn er upp í Skuggaboxi (47, MS, 40) og þar koma fyrir vísanir í Konunglega bóka- safnið í Stokkhólmi og í Gerðið sama stað og Gautaborg sem eru meðal vís- bendinga um að ef til vill megi líta á söguna sem frumdrög að Skuggaboxi. I Skuggaboxi er mikið brugðið á leik, bæði með málið og alls konar efnis- þætti, og gefa þessar glefsur fjölbreyti- leikann vonandi til kynna. En auðvitað mætti miklu lengur rekja ýmiss konar vísanir og orðaleiki, sem enda eru ær og kýr Þórarins. Grunntákn Nokkur tákn í Skuggaboxi geta vísað leið til skilnings á sögunni. Hið fyrsta sem lesandinn rambar á er kannski terr- assógólfið í Forhúð: Terrassógólfið á klósettinu í Forhúð h/f sagði mér mína sögu. Við endur- komuna sökk ég í heim flísanna á ný og las þaðan söguna um það sem var. Ur endalausum brotum sem fleygt hafði verið í steinlímið gljúpa, sléttað yfir og pússað og látið harðna, eins og púsluspil sem stirðn- að hefur í eilífri og óhagganlegri óreiðu (. . .) Ur þessu sama gólfi las ég áður eða spann í það einkennileg- ar sögur sem allar voru nú orðnar að sögunni um mig (26). A öðrum stað segir: Möguleikarnir eru ótæmandi þegar maður starir svona niður í þetta gólf og man allt sem kviknaði. Eða kviknar allt sem ég man? Hvað man ég, og hvað man ég að ég man? (. . .) Svo eru líka þessar minningar um minningar. Af þeim eru aðeins eftir frystar svipmyndir, eitt og eitt snap- skot, stöku loðmullulegt stillubein, en þau virðast þó ekki óhagganleg TMM IX 393
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.