Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Blaðsíða 133
samhengið er ekki höfuðatriði, heldur
blær tímans og málsins og vandi forms-
ins. Stíll og efnistök eru með þeim hætti
að þar ægir saman hvers konar dóti.
Samhengið er kannski ekki þaulhugsað
en fjölbreytnin og hugsunarauðgin er
mikil, margt skringilegt kemur upp á
yfirborðið, tengingar, hugdettur,
skrýtlur, smábrot - eins og terrassógólf.
Meðal höfundareinkenna Þórarins
Eldjárns er að hann notar fjölbreytt
form, hann hefur áhuga á ýmsum fræð-
um, einkum íslenskum bókmenntum og
sögu, hann er fyndinn höfundur og loks
er málfar hans vandað, vald hans á
tungunni gott. Segja má að öll þessi ein-
kenni komi glöggt fram í Skuggaboxi.
Mjög er athyglisvert hvernig höfund-
ur tengir saman þjóðlegan fróðleik og
módernískt skáldsöguform í Skugga-
boxi. Kímnigáfa Þórarins og tungutak
eru hér einnig í besta lagi, og þykir
undirrituðum fyndni Þórarins yfirleitt
mun betur heppnuð í Skuggaboxi en í
smásögum hans. Þórarinn hefur áður
tengt saman þjóðleg fræði og nútíma-
lega hugsun t.d. í Disneyrímum og sög-
unni „Tilbury" (og auðvitað miklu víð-
ar); en í Skuggaboxi er sem hann valdi
þessari tengingu betur en fyrr. Hér
gengur allt betur upp meðal annars
vegna þess að hið móderníska form
krefst þess ekki að ráðning allra tákna
sé einhlít.
Skuggabox er hápunktur á ferli
skáldsins hingað til.
Arni Sigurjónsson
MERKILEG BÓK UM ÞÝÐINGAR
Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson
Um þýdingar
Iðunn 1988
Segja má að bók Heimis Pálssonar og
Höskuldar Þráinssonar um þýðingar
komi á hárréttum tíma og fylli upp í
eyðu í umræðu sem farið hefur fram
undanfarin ár um vandann að þýða.
Eins og höfundar gera grein fyrir í
inngangskafla eru þýðingar orðnar
geysilega mikilvægur þáttur í upplýs-
ingaþjóðfélagi nútímans. A hverjum
degi berst mikið erlent efni í gegnum
fjölmiðla í formi allskonar nytjatexta og
bókmenntatexta og miklu máli skiptir
hvernig tekst að leiða þetta textaflóð inn
í íslenskt þjóðfélag.
Svo virðist sem að Drottni hafi tekist
fullkomlega ætlunarverk sitt að skapa
ringulreið, þegar hann steig niður og
ruglaði tungumál manna sem voru
orðnir metnaðargjarnir um of, eins og
sagan um Babelsturninn greinir frá. Að
minnsta kosti veit enginn hvernig á að
standa skipulega að þeirri geysilegu
vinnu sem leiðir af því að jörðin hefur
ekki lengur eitt tungumál, og menn sem
tala ekki sama tungu komast kátbros-
lega stutt á leið til hátindar fullkomnun-
ar, þegar þeir eru að smíða hugsjónir
saman á sitt hvoru tungumálinu.
Um þýðingar getur orðið skref í rétta
átt, ef menn sem fást við þýðingar
nenna að kynna sér þær vinnureglur og
hugmyndir sem höfundar setja þar
fram. Því málið er kannski fyrst og
fremst að þýðendur hafa ekki fremur en
aðrir efni á að vanda sig og verða oft að
snara ómældum texta í aukavinnu á
kvöldin eða um helgar.
Eins og höfundar taka fram í formála
395