Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 138
Tímarit Máls og menningar
efni í portkonum á miðöldum því
hvernig asskukomplexinn olli falli hans
að lokum. I þeirri sögu er skemmtilega
fléttað saman tveimur heimum, raun-
veruleikinn endurspeglar þann heim
miðalda sem söguhetjan fæst við. Inn í
þessa fléttu kemur svo hugarheimur
mannsins, hans prívatmartraðir sem
óvænt leiða til þeirra atburða sem gerast
í lokin.
I titilsögunni er Einar einnig að fást
við ástríðu tiltekinnar söguhetju. Þar
leikur hann sér með sígild atriði gaman-
sagna eins og framhjáhald og misskiln-
ing, en um leið er hún miklu fléttaðri að
innra samhengi en margar hinna og eins
og flestar hinar sögurnar er hún spegill
á samtímann og ákveðna þætti í mann-
lífinu og mannskepnunni. Pað segir líka
sína sögu að Einar skuli velja safni sínu
þennan titil, því að í öllum sögunum er
hann að leita í dýragarði mannlífsins og
það skýrir einnig þær sérkennilegu
manntegundir sem þar koma fyrir.
Bestu sögur bókarinnar eru að mínu
mati „Þegar örlagavindarnir blésu“ og
„Regnbogar myrkursins", sem er lík-
lega með því besta sem Einar hefur
skrifað. Hugmyndin að baki þeirri sögu
er verulega snjöll og frásögnin er ein-
staklega áhrifarík og vel skrifuð. I
henni, og reyndar einnig í hinni fyrr-
nefndu sem birtist fyrir nokkrum árum
hér í TMm, má greina mystíska dýpt
sem vantar í ýmsar hinna, enda eru þær
af nokkuð öðrum meiði. Þessar sögur
eru einnig skrifaðar í öðrum stíl en hin-
ar. Hér er lýrískur og myndríkur stíll,
líkt og í skáldsögum Einars, en í Regn-
bogum myrkursins er hann miklu
hnitmiðaðri en t.d. í síðustu skáldsögu
hans og helst í því í hendur við efni sög-
unnar. Hér er margt dulið í frásögninni
og þetta er kannski eina saga safnsins
þar sem verulegur hluti kraumar undir
yfirborðinu, er ósagður. í þessari sögu
kemur einnig til stígandi í stíl og frá-
sögn sem eykur áhrifamátt sögunnar til
muna.
Að öllu samanlögðu eykur Einar Már
með þessu smásagnasafni nýrri vídd við
höfundarverk sitt og sýnir á sér nýjar
hliðar. Auðvitað er varasamt að draga
miklar ályktanir af slíku safni, en þó
virðist sem hugsun hans, einkum stíl-
hugsun, sé að fara inn á nýjar brautir og
margt er ansi ólíkt því sem hann hefur
áður skrifað. Hinn mælskufulli ávarps-
stíll er hvergi greinanlegur, en sögurnar
eru skrifaðar annars vegar í hversdags-
legum og hefðbundum frásagnarstíl og
hins vegar í tempruðum lýrískum stíl
sem höfundur virðist hafa mun meira
vald á og sumt er þar frábærlega skrifað.
Þótt ekki séu sögurnar gallalausar, og
einkum megi finna að ómarkvissu nið-
urlagi í ákveðnum sögum, þá vekur það
besta í safninu sannarlega með manni
eftirvæntingu um næstu verk.
Páll Valsson
400