Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 5
Václav Havel
Stjórnmál og samviska
Margar spurningar hafa vaknaö í kjölfar þeirrar miklu frelsisöldu sem farið
hefur um lönd Miö- og Austur-Evrópu á undanförnum mánuöum. Vestur-
landabúar hljóta meöal annars aö vera forvitnir um hugmyndaheim nýju
leiðtoganna. Leikskáldiö Václav Havel er einn þeirra og situr nú, sem
kunnugt er, á forsetastóli í Prag. í þessum fyrirlestri kemur ýmislegt
athyglisvert fram um viðhorf hans til pólitísks andófs, til valds- og vísinda-
trúar, umhverfisverndar og til samvisku og ábyrgðar stjórnmálamannsins.
Tildrög þessa texta eru þau aö fyrir um sex árum var Havel sæmdur
nafnbót heiðursdoktors viö háskólann íToulouse í Frakklandi og hugöist
flytja fyrirlesturinn viö þaö tækifæri. Tékknesk stjórnvöld komu í veg fyrir
aö Havel gæti flutt hann sjálfur en textanum var smyglað úr landi.
1
Ungur drengur átti ég um hríð heima uppi
í sveit; lítið atvik frá þeim dögum stendur
mér skýrt fyrir hugskotssjónum: Ég geng
eftir vegi um akurlöndin áleiðis í skólann
sem var í nálægu þorpi. Við sjóndeild-
arhring gnæfir reykháfur einhverrar verk-
smiðju sem allt í einu var risin þar og
þjónaði að líkindum þörfum styrjaldar-
innar. Úr reykháfnum vall þykk brún efja
sem breiddist yfir bláan himininn. í hvert
sinn sem ég sá þetta var ég gripinn sárri
ónotakennd, eða hví leyfði maðurinn sér
að óhreinka himinhvolfið?
Ekki veit ég hvort vistfræði var orðin
vísindagrein þegar þetta gerðist, og þó
hún hefði verið til hefði ég sjálfsagt ekk-
ert af henni vitað. Samt varð ég ósjálfrátt
gramur og hugsi útaf því hvernig himinn-
inn var útleikinn. Mér fannst að hér hefði
maðurinn gerst sekur um spellvirki og
röskun eðlilegrar reglu; slíkt og þvílíkt
gæti ekki gerst án viðurlaga. Vissulega
byggðist þessi andúð mín ekki á öðru en
því ljóta sjónarspili sem hafði borið fyrir
augu — í þá daga gat ég ekki vitað um að
eiturúrgangur iðnaðarins ætti eftir að
eyða skógum, útrýma veiðidýrum og
ógna heilsu fólks.
TMM 1990:1
3