Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 5

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 5
Václav Havel Stjórnmál og samviska Margar spurningar hafa vaknaö í kjölfar þeirrar miklu frelsisöldu sem farið hefur um lönd Miö- og Austur-Evrópu á undanförnum mánuöum. Vestur- landabúar hljóta meöal annars aö vera forvitnir um hugmyndaheim nýju leiðtoganna. Leikskáldiö Václav Havel er einn þeirra og situr nú, sem kunnugt er, á forsetastóli í Prag. í þessum fyrirlestri kemur ýmislegt athyglisvert fram um viðhorf hans til pólitísks andófs, til valds- og vísinda- trúar, umhverfisverndar og til samvisku og ábyrgðar stjórnmálamannsins. Tildrög þessa texta eru þau aö fyrir um sex árum var Havel sæmdur nafnbót heiðursdoktors viö háskólann íToulouse í Frakklandi og hugöist flytja fyrirlesturinn viö þaö tækifæri. Tékknesk stjórnvöld komu í veg fyrir aö Havel gæti flutt hann sjálfur en textanum var smyglað úr landi. 1 Ungur drengur átti ég um hríð heima uppi í sveit; lítið atvik frá þeim dögum stendur mér skýrt fyrir hugskotssjónum: Ég geng eftir vegi um akurlöndin áleiðis í skólann sem var í nálægu þorpi. Við sjóndeild- arhring gnæfir reykháfur einhverrar verk- smiðju sem allt í einu var risin þar og þjónaði að líkindum þörfum styrjaldar- innar. Úr reykháfnum vall þykk brún efja sem breiddist yfir bláan himininn. í hvert sinn sem ég sá þetta var ég gripinn sárri ónotakennd, eða hví leyfði maðurinn sér að óhreinka himinhvolfið? Ekki veit ég hvort vistfræði var orðin vísindagrein þegar þetta gerðist, og þó hún hefði verið til hefði ég sjálfsagt ekk- ert af henni vitað. Samt varð ég ósjálfrátt gramur og hugsi útaf því hvernig himinn- inn var útleikinn. Mér fannst að hér hefði maðurinn gerst sekur um spellvirki og röskun eðlilegrar reglu; slíkt og þvílíkt gæti ekki gerst án viðurlaga. Vissulega byggðist þessi andúð mín ekki á öðru en því ljóta sjónarspili sem hafði borið fyrir augu — í þá daga gat ég ekki vitað um að eiturúrgangur iðnaðarins ætti eftir að eyða skógum, útrýma veiðidýrum og ógna heilsu fólks. TMM 1990:1 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.