Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 17
unarháttur manns, sem gersamlega gekk upp í að koma í veg fyrir það, að verða byltingargjam, ofstopafullur og áður en lýkur firrtur sjálfum sér. Þannig gerist það að maður, gagntekinn af göfugustu áformum, kemst að leiðar- lokum á þann stað þar sem persónuvana vald þarfnast hans mest: í hugsunarfar alræðisins sem ekki er hans eigið, þar sem hann gefur eigin skynsemi og samvisku uppá bátinn fyrir óbyggilegt fen! Svo lengi sem það markmið næst, skiptir það litlu hvort fenið nefnist „hagsækT, „sósí- alismi" eða „friður“. Vissulega getur ekki verið gott frá sjónarmiði landvarna og hagsmuna Vesturlanda að nokkur segi „betur rauður en dauður“. Samt er það svo að hið alltumlykjandi persónuvana vald, sem hefur sig upp yfir báðar valdablakkir og er djöfullega freistandi í sinni yfir- þyrmandi nærveru, getur ekki óskað sér neins betra. Það vígorð er órækt tákn þess að sá sem svo talar hefur gefið mannseðli sitt frá sér: Hann getur ekki lengur stað- fest neitt það sem nær útyfir hann sjálfan, hvað þá lagt lífið í sölurnar fyrir það sem gefur því gildi. Patocka skrifaði einu sinni að það líf sem hann væri ekki reiðubúinn að fóma í þágu þess sem gefur því gildi, væri ekki þess virði að lifa því. Og það er einmitt í heimi svona lífs og við slíkan „frið“ (þ.e. a.s. „drottinveldi hversdagsins") sem hættast er við að stríð brjótist út. Þar skortir nefnilega eina raunverulega sið- gæðismúrinn gegn stríði: kjarkinn sem skuldbindur til æðstu fórnar. Dymar eru þá galopnar fyrir andskynsamlegri „tryggingu hagsmunanna“. Þar sem ekki eru hetjur, sem vita fyrir hvað á að deyja, þar hefur verið tekið fyrsta skrefið í átt til Patocka skrifaði einu sinni að það lífsem hann vœri ekki reiðubúinn aðfórna í þágu þess sem gefur því gildi, vœri ekki þess virði að lifa því. þess að fólk sé brytjað niður einsog kvik- fénaður. Með öðrum orðum: Vígorðið „betri rauður en dauður“ skapraunar mér ekki af því að það feli í sér hemaðar- uppgjöf gagnvart Sovétríkjunum. Það ógnar mér af því að það felur í sér sið- gæðisuppgjöf Vesturevrópumannsins gagnvart gildi lífsins og hann skirrist ekki við að ganga undir ok ópersónulegs valds, hvert svo sem það er. Vígorðið segir sem sé þetta, þegar allt er tekið með: Það er ekkert það til sem vert er að fórna lífinu fyrir. En án þess að hin æðsta fóm sé innan sjónmáls, missa allar fórnir merk- ingu sína. Eða: Ekkert er neins virði. Allt er merkingarlaust. Þetta er heimspeki sem afneitar hinu mannlega. Slík heimspeki leggur sovésku alræði pólitískt lið. Og það er þessi sama heimspeki sem skapar alræðiskerfi á Vesturlöndum. I stuttu máli: ég get ekki varist þeirri hugsun að menningu Vesturlanda stafi meiri ógn af sjálfri sér en af SS-20 eld- flaugum. Þegar franskur vinstrisinnaður náms- maður sagði við mig með glampa í augum Þar skortir nefnilega eina raunverulega siðgæðismúr- inn gegn stríði: kjarkinn sem skuldbindur til æðstu fórnar. TMM 1990:1 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.