Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 17
unarháttur manns, sem gersamlega gekk
upp í að koma í veg fyrir það, að verða
byltingargjam, ofstopafullur og áður en
lýkur firrtur sjálfum sér.
Þannig gerist það að maður, gagntekinn
af göfugustu áformum, kemst að leiðar-
lokum á þann stað þar sem persónuvana
vald þarfnast hans mest: í hugsunarfar
alræðisins sem ekki er hans eigið, þar sem
hann gefur eigin skynsemi og samvisku
uppá bátinn fyrir óbyggilegt fen! Svo
lengi sem það markmið næst, skiptir það
litlu hvort fenið nefnist „hagsækT, „sósí-
alismi" eða „friður“. Vissulega getur ekki
verið gott frá sjónarmiði landvarna og
hagsmuna Vesturlanda að nokkur segi
„betur rauður en dauður“. Samt er það svo
að hið alltumlykjandi persónuvana vald,
sem hefur sig upp yfir báðar valdablakkir
og er djöfullega freistandi í sinni yfir-
þyrmandi nærveru, getur ekki óskað sér
neins betra. Það vígorð er órækt tákn þess
að sá sem svo talar hefur gefið mannseðli
sitt frá sér: Hann getur ekki lengur stað-
fest neitt það sem nær útyfir hann sjálfan,
hvað þá lagt lífið í sölurnar fyrir það sem
gefur því gildi.
Patocka skrifaði einu sinni að það líf
sem hann væri ekki reiðubúinn að fóma í
þágu þess sem gefur því gildi, væri ekki
þess virði að lifa því. Og það er einmitt í
heimi svona lífs og við slíkan „frið“ (þ.e.
a.s. „drottinveldi hversdagsins") sem
hættast er við að stríð brjótist út. Þar
skortir nefnilega eina raunverulega sið-
gæðismúrinn gegn stríði: kjarkinn sem
skuldbindur til æðstu fórnar. Dymar eru
þá galopnar fyrir andskynsamlegri
„tryggingu hagsmunanna“. Þar sem ekki
eru hetjur, sem vita fyrir hvað á að deyja,
þar hefur verið tekið fyrsta skrefið í átt til
Patocka skrifaði einu sinni
að það lífsem hann vœri ekki
reiðubúinn aðfórna í þágu
þess sem gefur því gildi, vœri
ekki þess virði að lifa því.
þess að fólk sé brytjað niður einsog kvik-
fénaður. Með öðrum orðum: Vígorðið
„betri rauður en dauður“ skapraunar mér
ekki af því að það feli í sér hemaðar-
uppgjöf gagnvart Sovétríkjunum. Það
ógnar mér af því að það felur í sér sið-
gæðisuppgjöf Vesturevrópumannsins
gagnvart gildi lífsins og hann skirrist ekki
við að ganga undir ok ópersónulegs valds,
hvert svo sem það er. Vígorðið segir sem
sé þetta, þegar allt er tekið með: Það er
ekkert það til sem vert er að fórna lífinu
fyrir. En án þess að hin æðsta fóm sé
innan sjónmáls, missa allar fórnir merk-
ingu sína. Eða: Ekkert er neins virði. Allt
er merkingarlaust. Þetta er heimspeki sem
afneitar hinu mannlega. Slík heimspeki
leggur sovésku alræði pólitískt lið. Og
það er þessi sama heimspeki sem skapar
alræðiskerfi á Vesturlöndum.
I stuttu máli: ég get ekki varist þeirri
hugsun að menningu Vesturlanda stafi
meiri ógn af sjálfri sér en af SS-20 eld-
flaugum.
Þegar franskur vinstrisinnaður náms-
maður sagði við mig með glampa í augum
Þar skortir nefnilega eina
raunverulega siðgæðismúr-
inn gegn stríði: kjarkinn sem
skuldbindur til æðstu fórnar.
TMM 1990:1
15