Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 19
vallarvíddir mannlegs eðlis úr útlegð inn í einkalíf okkar og viðurkenna þær sem hina einu réttu viðmiðun fyrir vitrænt mannlegt samfélag. Við eigum að láta eig- in skynsemi leiða okkur og undir öllum kringumstæðum þjóna sannleikanum einsog helgustu reynslu okkar. Við eigum að taka mark á eigin reynslu og ábyrgð . . . Við eigum að láta eigin skyn- semi leiða okkur . . . Ég veit að allt hljómar þetta afar al- mennt, afar óákveðið og afar óraunsætt, en ég fullvissa ykkur um að þessi ein- feldningslegu orð spretta fram úr raun- sannri og ekki alltaf léttoærri reynslu af heiminum og, ef ég má orða það svo: Ég veit hvað ég syng. Alræðiskerfi okkar daga eru framvarð- arsveit hins ópersónulega valds, valdsins sem leitast við að draga heiminn með sér á götu glötunar, en hún er vörðuð meng- aðri náttúru og glottandi skotpöllum. Það stenst ekki að látast ekki sjá þessi kerfi, að afsaka þau, að láta undan fyrir þeim eða viðurkenna leikreglur þeirra og þann- ig aðlaga sig þeim. Ég er sannfærður um að besta aðferðin til að ögra þeim er að kanna þau án fyrirfram sannfæringar, læra af þeim og veita þeim viðnám með því að vera í grundvallaratriðum öðruvísi, en sú afstaða kemur til af sífelldri baráttu gegn því illa sem þau svo augsýnilega eru hluti af. En þann illa frumvald er alstaðar að finna og einnig í sjálfum okkur. Það sem þessu illa stendur mest ógn af eru ekki skotflaugar sem beinast gegn þessu ríki eða hinu, heldur að mannkyn sam- tímans hafni hinu illa í grundvallaratr- iðum og í sjálfri formgerð sinni. Maður- inn verður að snúa aftur til sjálfs sín og ábyrgðar sinnar á heiminum; það verður að skapast nýr skilningur á réttindum mannsins og það verður sífellt að stað- festa þau að nýju. Við verðum að veitast gegn öllum myndbirtingum ópersónulegs valds sem stendur handan góðs og ills, sífellt og hvarvetna, hvernig sem það dul- býst og beitir bellibrögðum, jafnvel þó það beri fyrir sig nauðsyn á að verjast alræðiskerfi. Besta vörnin gegn alræðinu er einfald- lega að gera það brottrækt úr okkar eigin huga, samhengi hversdagsins og úr landi okkar, reka það út úr manninum. Besta liðveisla öllum þeim, sem þjást af því að þeir búa við alræðiskerfi, er að skera upp herör gegn því illa, sem alræðiskerfi ver- aldarinnar byggja á, því sem þau fá styrk sinn úr, því sem framvarðarsveitir þeirra nærast á. Sé ekkert það til sem getur orðið að framvarðarsveit alræðiskerfis, þá hlýtur það að missa fótfestu sína. Sífelldlega endumýjuð mannleg samábyrgð er eðli- legasti varnarveggurinn gegn hverskyns ábyrgðarleysi. Ef nú til dæmis andlegum verðmætum og tæknigetu þróaða heimsins væri dreift á ábyrgan hátt — en ekki aðeins af eigin- gjamri hagnaðarvon — væri einnig haml- Besta vörnin gegn alrœðinu er einfaldlega að gera það brottrœkt úr okkar eigin huga . . . TMM 1990:1 17
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.