Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 19
vallarvíddir mannlegs eðlis úr útlegð inn
í einkalíf okkar og viðurkenna þær sem
hina einu réttu viðmiðun fyrir vitrænt
mannlegt samfélag. Við eigum að láta eig-
in skynsemi leiða okkur og undir öllum
kringumstæðum þjóna sannleikanum
einsog helgustu reynslu okkar.
Við eigum að taka mark á
eigin reynslu og ábyrgð . . .
Við eigum að láta eigin skyn-
semi leiða okkur . . .
Ég veit að allt hljómar þetta afar al-
mennt, afar óákveðið og afar óraunsætt,
en ég fullvissa ykkur um að þessi ein-
feldningslegu orð spretta fram úr raun-
sannri og ekki alltaf léttoærri reynslu af
heiminum og, ef ég má orða það svo: Ég
veit hvað ég syng.
Alræðiskerfi okkar daga eru framvarð-
arsveit hins ópersónulega valds, valdsins
sem leitast við að draga heiminn með sér
á götu glötunar, en hún er vörðuð meng-
aðri náttúru og glottandi skotpöllum. Það
stenst ekki að látast ekki sjá þessi kerfi,
að afsaka þau, að láta undan fyrir þeim
eða viðurkenna leikreglur þeirra og þann-
ig aðlaga sig þeim. Ég er sannfærður um
að besta aðferðin til að ögra þeim er að
kanna þau án fyrirfram sannfæringar,
læra af þeim og veita þeim viðnám með
því að vera í grundvallaratriðum öðruvísi,
en sú afstaða kemur til af sífelldri baráttu
gegn því illa sem þau svo augsýnilega eru
hluti af. En þann illa frumvald er alstaðar
að finna og einnig í sjálfum okkur. Það
sem þessu illa stendur mest ógn af eru
ekki skotflaugar sem beinast gegn þessu
ríki eða hinu, heldur að mannkyn sam-
tímans hafni hinu illa í grundvallaratr-
iðum og í sjálfri formgerð sinni. Maður-
inn verður að snúa aftur til sjálfs sín og
ábyrgðar sinnar á heiminum; það verður
að skapast nýr skilningur á réttindum
mannsins og það verður sífellt að stað-
festa þau að nýju. Við verðum að veitast
gegn öllum myndbirtingum ópersónulegs
valds sem stendur handan góðs og ills,
sífellt og hvarvetna, hvernig sem það dul-
býst og beitir bellibrögðum, jafnvel þó
það beri fyrir sig nauðsyn á að verjast
alræðiskerfi.
Besta vörnin gegn alræðinu er einfald-
lega að gera það brottrækt úr okkar eigin
huga, samhengi hversdagsins og úr landi
okkar, reka það út úr manninum. Besta
liðveisla öllum þeim, sem þjást af því að
þeir búa við alræðiskerfi, er að skera upp
herör gegn því illa, sem alræðiskerfi ver-
aldarinnar byggja á, því sem þau fá styrk
sinn úr, því sem framvarðarsveitir þeirra
nærast á.
Sé ekkert það til sem getur orðið að
framvarðarsveit alræðiskerfis, þá hlýtur
það að missa fótfestu sína. Sífelldlega
endumýjuð mannleg samábyrgð er eðli-
legasti varnarveggurinn gegn hverskyns
ábyrgðarleysi.
Ef nú til dæmis andlegum verðmætum
og tæknigetu þróaða heimsins væri dreift
á ábyrgan hátt — en ekki aðeins af eigin-
gjamri hagnaðarvon — væri einnig haml-
Besta vörnin gegn alrœðinu
er einfaldlega að gera það
brottrœkt úr okkar eigin
huga . . .
TMM 1990:1
17