Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 36
þar sem ríkti samræmi milli manns og guðdóms. Klofningur þessara megin- tákna einkennir raunar íslenskar bók- menntir þegar um aldamót. I fjölmörgum verkum takast á tvö kerfi: hið trúarlega og náttúrlega. Nýrómantíkin reyndi að sætta þau og skrifa guð inn í hið mennska en án árangurs, árekstur kerfanna tvístraði ein- staklingnum, togaði hann í andstæðar áttir án þess að lausn virtist möguleg. Astæða þess felst sennilega í hugsunarlegum for- sendum tímans. Menn hugsuðu í algildum þótt þeir höfnuðu trúarsetningum og reynslan segði þeim annað: heimurinn hlaut að hafa heildarmerkingu, siðferði- legan tilgang er stæðist tímans tönn, ann- að var óhugsanlegt. Með þá trú í fartesk- inu leituðu margir hins algilda í mann- eskjunni en fundu ekki. Af því þessi ofsi, þessi örvænting. Þeir komust með öðrum orðum ekki út úr hugsunarhætti liðins tíma og til þeirrar fjarstæðuhugsunar sem nú er mörgum eðlileg. Né heldur megn- uðu þeir að byggja sér nýjan heim úr eigin huga. Við þessar aðstæður er eðlilegt að hið djöfullega eða sataníska setji mark sitt á skáldskapinn, mynd hans og ræðu. I verkum Jóhanns Sigurjónssonar og Gunnars Gunnarssonar slær algeru nei- kvæði inn: persónumar myrða, sturlast, stytta sér aldur — oftast í þeirri röð; djöf- ullinn stígur dans við truflaða presta og niðurbrotna mannvini, hugstola kven- skörunga og ung gáfumenni í skóla. Sú er amk skáldsýn Gunnars Gunnarssonar á stundum. í Sœlir eru einfaldir er mann- heimi líkt við helvíti á valdi brjálaðs guðs með ótakmarkað vald, himnanerós, djöf- uls; sturlun persónanna speglar sturlaðan heim. Allt birtist þetta í Vefaranum mikla. En líkt og í Sorg er öngþveitið innlimað í formgerð og stíl verksins. Andstætt Gunnari tekst höfundi að hefja sig yfir hinar „hundraðogfimtíu lífskoðanir" þótt sjálfur hafi hann ennþá verið hallur undir kaþólska trú. Söguhetja hans hefur sterk persónueinkenni en um leið er hún tákn um þverstæður tímans; byltingarástand. Grein þessi var upphaflega samin til flutnings á Laxnessþingi, sem haidið var íReykjavík 4. júlí 1987. Afýmsum ástœð- um hefur hún ekki verið prentuð fyrr. Tek- ið skal fram að þessum tíma var bók Halldórs Guðmundssonar um Vefarann mikla ekki komin út, né heldur Skírnis- grein Astráðar Eysteinssonar, sem var fundarstjóri á fyrrgreindu þingi. Það er því ekki vísað til þeirra í umfjölluninni. Um hugtakið „menningarbylting“ er fjallað nánar í greininni „Menning og bylting", Andvara, 1988, bls. 123-141. 1. Sjá Ámi Sigurjónsson: Laxness og þjóðlífið. Bókmenntir og bókmenntakenningar á árunum milli stríða, 1986, bls. 61. 2. Halldór Kiljan Laxness: Alþýðubókin, 1929, bls. 363. 3. Halldór Kiljan Laxness: Vefarinn mikli frá Kasmír, 1927, bls. 354. 4. Sjá Peter Hallberg: Vefarinn mikli. Um œsku- skáldskap Halldórs Kiljans Laxness II, 1959, bls. 43. 5. Sjá Matthías Johannessen: M Samtöl I, 1977, bls. 59. 6. Jóhann Sigurjónsson: Bréf til bróður, 1968, bls. 80. 7. Halldór Kiljan Laxness: Vefarinn mikli frá Kasmír, bls. 456. 8. Halldór Laxness: „Úr sirkus menningarinnar" í Af menníngarástandi, 1986, bls. 70. 34 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.