Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 59

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 59
skeljasandur í botninum. Skeljasandur — hann er fullur af brotum, sögum, höllum, hetjum á sveittum fákum. Við tínum kuðunga, skrýtna steina og skeljar, sýnum hvor annarri fenginn eins og börn sem fundið hafa gleymdan gullastokk. Svo rignir og sumarfötin eru til einskis. Ljósi kjóllinn fer inn í skápinn aftur. Dagurinn líður hljóðlega eins og svo margir bræður hans, gerir engin helgispjöll í heimi hversdags- leikans, raular við sjálfan sig eins og gamalmenni. Og nótt fylgir degi, regnþung grá og þögul. Þögnin er eins og gömul helgisaga, hálfgleymdur ómur. Samt er líf, langt langt í fjarska, skrölt, ómur af því sem er, var og verður. Komdu nær mér! Nei — þá hljóðnar allt, dökknar, dýpkar. Það rignir án afláts. 30. maí Jæja, svo þetta er þá 30. maí. Mín eina huggun er að það skuli ekki vera tuttugasti og níundi. Það er nú samt gott veður, svolítið rigning en stillt, þáð heyrist í fuglum. Mér finnst það vera svo langt í burtu, eins og stofan væri innan þykkra múra, en húsið eru þunnir timburveggir. Enn sit ég í dagstofunni, lífið er það sama, eitt par í ástakróknum, einn hálfsofandi Ingólfur í bekknum, annar alsofandi Jón í hinum bekknum. Halldór gamli situr á sínum stól og sínum stað, þó er hann ekki að leggja kapal núná. Hann hefur setið svona síðan ég kom hingað fyrst. Eiríkur leggur kapal núna. Öðru hverju rása menn um dagstofuna í leit að griðastað fyrir þessum stálkalda ömurlega hversdagsleik, en árangurslaust, það er sama hvert litið er. Ási er uppblásinn af afbrýðisemi af því að við héldum að Indriði væri að koma. Ása er ekki eins illa við neitt eins og ímyndaðan Indriða. Með kvöldinu snjóar og kælir. 31. maí, þriðjudagur Ó, þvílíkur dásemdardagur! Allt er lifnað á ný, sólin skín og hlýr andvari strýkur hárið frá andlitunum. Öll veröldin brosir. Ég er uppá túni og nýt lífsins. Maður hlær út í loftið næstum að engu. TMM 1990:1 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.