Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 66
ævinlega betur, gat sagt henni hvað var rétt og hvað rangt. Þannig hafi hann eitthvert vald á hugsunum hennar. Þau bjuggu afskekkt. Hún hjólaði þessa kílómetra fram og til baka í búðina. Hann var alltaf á bílnum. Skrítið, eins og hann vildi ekki að hún æki. Nú beit einn á, skyldi hann missa hann? Nei, guði sé lof. Þessi var nokkuð stór og hún brosti aftur. Það væri nú gaman að fá að reyna. Halla tók af degi. Brátt tæki hann stefnu á land og þessi dagur væri senn á enda. Birtan varð gulleitari og trjástofnarnir urðu hvítir þar sem sólin náði að skína. Fjöllin fengu á sig töfrabirtu, brátt yrðu þau fölbleik og síðan purpura- rauð. Þessi litbrigði stóðu sjaldan lengi og hún reyndi að njóta þeirra í hvert sinn. Golan varð kaldari og vatnið gáraðist og hana langaði að strjúka yfir það og slétta með lófanum. Hún gleymdi aldrei þegar hún hafði dottið í vatnið. Margsinnis hafði hann sagt henni að halda fast um greinina eða trjábolinn, sem hún batt bátinn við, en í þetta sinn hafði greinin óvænt brotnað þegar hún hélt sem fastast og báturinn sigldi áfram og hún féll í kalt vatnið. Einhvern veginn tókst honum að drösla henni um borð og hafði meira að segja farið fyrr heim, eftir að hafa látið þau orð falla, að hún ætti auðvitað að sleppa takinu ef eitthvað færi úrskeiðis og skárra væri að sigla aftur að trénu en ná henni upp úr vatninu, þung eins og hún væri í allri þessari fatahrúgu. Ekkert fararsnið var á honum. Nú beitti hann enn og aftur. Henni bauð við grárri beitunni. Þetta voru gráleit krabbadýr, lifandi. Hann hélt þeim á lífi dögum saman í sérstöku keri bak við hús. Hana hryllti við. Verst var þó þegar hann hafði náð nokkrum stórum og vildi hafa þau í matinn. Sem betur fór át hann þau flest sjálfur. Þá fékk hún sér aukakaffibolla. Það rumdi þá í honum en hún vissi að það var óhætt. Annars var erfitt að reikna hann út. Eitt sinn höfðu þau farið í kaupstaðinn og eftir að hann hafði gert góð kaup fór hann með hana inn á veitingahús og spurði hvað hún vildi um leið og hann fletti matseðlinum. Sjálf þorði hún ekki að fletta matseðlinum. Henni leið illa þama inni og borðaði eitthvað ódýrt, eitthvað sem hún hélt að honum líkaði að hún hefði pantað og var allt annað en það sem hana hafði langað í og hún hefði pantað, hefði hún verið róleg og haft nægan tíma. Hún kunni ekki að stýra bátnum, en í því tilviki að hann vildi láta hana taka 64 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.