Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Síða 74
Ég heiti ísbjörg ég er Ijón eftir Vigdísi Grímsdóttur er eins og bók Einars erfið bók fyrir mann að lesa, hún er óþægileg að horfast í augu við, hún krefst einhvers af manni sem erfitt er að uppfylla. En meðan stíll Einars rennur lygn og áreynslulaus áfram er stíll Vigdísar fullur af greinaskilum, þögnum, þrátekningum. Sífellt er staldrað við merkingu og sveim- að í kringum hana með tilbrigðum, eins og aðalmerkingum, eða denótasjónum, orðanna sé ekki fyllilega treyst. Líkingar eru særðar fram og þær eru kaldar og nístandi eins og titill bókarinnar. Setning- ar eru höggnar, stuttar og hvassar eins og sverðalög: Orð mín eru ómarkviss. Orð mín eru markviss. Þau eru álagaorð í þögninni. Þögn minni sem þú rýfur ekki. Þögn- inni sem ég fyrirskipa. Þögn þín er líf mitt. Líf mitt er þín þögn. Þau dansa saman. Tær þeirra snerta gólfið. Það glymur í hælunum þegar þeir skella niður. Lærin og mjaðmimar hreyfast taktbundið eftir hljómi þagnarinnar. Og lífsins. Við dönsum. Hönd í hönd dönsum við og öndum. Öndum og dönsum. Orð mín rjúfa dansinn. (Bls. 34) Þessi ómarkvissu markvissu orð: þau verða stundum dálítið mörg og þegar þannig háttar verður dans þagnar okkar lesenda við líf sögumanns dálítið skrykkj- óttur. Dálítið skringilegur, rétt eins og þessi mynd af dansi þagnar og frásagnar. Og þegar þessi dans upphefst og rýfur frásögnina myndu orðin í klassískum módernískum texta (eins og dæmi eru um í Náttvígum Thors Vilhjálmssonar) vera frábærlega skáldleg og fullkomlega sjálf- stæð músík, svo maður svifi með í orða- dansi, ringlaður og hrifinn. Allir punkt- amir í þessari málsgrein, þetta stakkató — allar setningamar sem eru eins og að byrja upp á nýtt í sífellu, þetta kemur í veg fyrir samfelldan líðandi dans. Þvert á móti er þetta eins og maður sé leiddur út á gólf af mjög einbeittum dansfélaga en mjög óákveðnum (markvissum ómarkvissum) — það er eins og maður byrji að dansa við hann og fylgja hans stjórn, en hann sé alltaf að byrja upp á nýtt á nýju spori sem maður þarf að fylgja — þó takturinn sé sá sami alltaf. Höfundur vill sefja lesandann og rugla um leið í ríminu. Þetta er sefjun með valdboði. Ég er eiturálfur og máttur minn yfir þér felst í orðunum. Þau em sproti minn og galdur. Orð mín eru það eina sem ég á núna fyrir utan þá menn sem ég hef eignað mér. Þá á ég alltaf. (33-4). Þetta er eins og dáleiðsla: Dáleiðandinn þrástagast á því að hann hafi vald á þeim sem falla skal í dá, þar til það tekst. Eða tekst ekki. Og þá virkar dáleiðandinn bara steigurlátur. Lesandinn lendir sem sé í „hafsjó af orðum“, í sporum lögfræðingsins sem er venjulegur ágætisnáungi, mót vilja sínum er hann dreginn á tálar með magnaðri sögu. Svo maður tali eins og prestur: Kaldaljós snerist um það hvernig hið góða sigrar í manninum, hvemig mun- aðarlaus drengur kemst af með því að varðveita eitthvað úr bemsku sinni sem er hreint og óspillt, til þess síðan að farast í flóði eigin gæsku. Nýja bókin er um hinn möguleikann, þar er dæminu snúið við. Faðir helgar sér dóttur sína með einhverj- um óljósum hætti en svívirðilegum, farg- 72 TMM 1990:1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.