Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Side 75
ar sér fljótlega eftir það og hún lifir lífi sínu síðan til þess að uppfylla hans vænt- anlegu óskir og til að hjálpa móður sinni að snúa aftur til lífsins úr þunglyndi. Hún varðveitir eitthvað úr bernsku sinni sem er spillt og óhreint. Hún lendir hjá móður- systur sinni og hennar fólki sem er gott fólk og hún þolir ekki þess vegna. Frændi hennar litli vill vera henni góður og hún bítur hann af sér, þar til að lokum hún forfærir hann, kemur honum til manns í fallega skrifaðri senu — helgar sér hann um alla eilífð til þess svo að verða aldrei hans. Svo fer hún í vændi. Hún notar líkama sinn sem tæki, helgar sér menn og hirðir af þeim peningana og heldur svo áfram, og á mann leitar sú spuming hvor sé niðurlægður í þess háttar kaupskap, kúnninn eða seljandinn. Þetta vald snýst gegn henni þegar einn kúnninn fær hana til að koma aftur og aftur til sín því þá öðlast hann með neyð sinni smám saman vald á sál hennar, hún fyrirlítur hann inni- lega en getur ekki slitið sig frá honum, hún virðist háð eigin óbeit, háð þessu valdi á mannfýlunni, sem öðlast fyrir vik- ið vald á henni. Sambandinu lyktar með því að hún stingur hann til ólífis í senu sem er einhvern veginn undarlega meló- dramatísk og á skjön. Eins og úr einhverri bíómynd. Móðirin kemst aftur til lífsins með því meðal annars að kynnast nýjum og ágætum manni. Hann reynist lögfræð- ingurinn og hlustandinn sem ísbjörg helg- ar sér eins og aðra karlmenn með orða- og kyngaldri, svo móðirin mun væntanlega á ný hverfa inn í myrkur sitt. Og líkt og málarinn ungi í Kaldaljósi endar ísbjörg á því að stíga inn í eigin veröld, halda á vit þess hafs sem enn býr í henni. Og deyja heiminum. ✓ Saga Isbjargar er, eins og sagt er, mjög áleitin, styrkur sögunnar felst í sálfrœðilegri lýsingu hennar . . . Saga ísbjargar er, eins og sagt er, mjög áleitin, styrkur sögunnar felst í sálfræði- legri lýsingu hennar, á meðan tilfinning lesanda fyrir umhverfi og aukapersónum verður daufari. Isbjörg er flókin persóna, sál hennar full af mótsögnum og ráðgát- um sem höfundur einfaldar aldrei. Hún tekur á viðkvæmum vanda sem hefur ver- ið til umræðu, rétt eins og nýraunsæjar sögur 8. áratugarins gerðu, en höfundur- inn vill, rétt eins og Einar Kárason að sínu leyti, fyrir alla muni lýsa hlutunum eins og þeir ganga fyrir sig, nálgast þá í sjálf- um sér fremur en að baða þá goðsögulegu Ijósi; reyndar má sjá drög að stéttagrein- ingu að baki sögunnar, lesandi sem þann- ig er stemmdur getur rakið böl persóna til óþolandi fátæktar, en hann fær ekki þá lausn fremur en aðrar á silfurfati. Þetta er ekki heldur einföld saga um þolanda og ofsækjendur, eins og einhverjir höfundar í þessum sporum hefðu freistast til að skrifa, hún er margslungnari í raunsæi sínu en svo. Isbjörg er vissulega þolandi, en hún aðhefst, svo aðrir verða fyrir vikið þolendur. Hún er ekki sýknuð, heldur ekki sakfelld. Henni er einungis synjað um hjálpræði í heiminum. *** Síðasta áratuginn hefur íslensk skáld- sagnagerð staðið með blóma sem ekkert lát virðist á. Aldrei í sögu lýðveldisins TMM 1990:1 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.