Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 78
Olga Guörún Árnadóttir
Ljóti andarunginn
íslenskar barna- og unglingabækur
Það er satt að segja löngu orðið tímabært
að gaumgæfa stöðu bama-og unglinga-
bókmennta á íslandi. Um árabil hefur öll
umræða um þau málefni legið mjög í lág-
inni og á meðan hrannast vandinn upp án
nokkurrar merkjanlegrar viðspyrnu.
Versnandi launakjör höfunda, stórminnk-
uð sala á bama- og unglingabókum, lé-
legri bækur skrifaðar á æ skemmri tíma,
rýmandi álit, — þetta eru hinar illu stað-
reyndir sem við blasa á íslandi í dag. En
jafnvel þótt höfundar, útgefendur og aðrir
sem málið varðar séu sér að einhverju
leyti meðvitaðir um vandann, bólar ekki
á neinni alvarlegri viðleitni af þeirra hálfu
til að skilgreina hann og leysa.
Sjálf hef ég fylgst allnáið með fram-
vindu mála á sviði bama- og unglinga-
bókmennta síðastliðin fimmtán ár eða
svo, sem höfundur og þýðandi, stjómar-
maður Rithöfundasambandsins um nokk-
urra ára skeið, sem eiginkona bamabóka-
höfundar og móðir tveggja bókþyrstra
bama. Ég hef reynt að skoða málin frá
sem flestum sjónarhomum og í sem víð-
tækustu samhengi. Þær hugleiðingar sem
hér eru settar á blað eru vissulega ekki
byggðar á hárnákvæmum vísindalegum
athugunum, en stuðst er við upplýsingar
og álit nokkurra aðila sem þekkja vel til
aðstæðna.
Á íslandi hafa verið skrifaðar skáld-
sögur handa bömum í hartnær sextíu ár.
Fram til 1933 voru einungis skrifaðar
stuttar sögur fyrir börnin, ævintýri,
bernskuminningar, skemmti- og dæmi-
sögur. En á kreppuárunum vann raunsæis-
stefnan á í skáldsagnagerð og bamabók-
menntimar fóru ekki varhluta af henni.
Fyrir tilstilli nokkurra róttækra kennara,
sem flestir störfuðu reyndar í lengri eða
skemmri tíma við Austurbæjarskólann,
urðu stórfelldar framfarir á sviði bama-
bókmennta á árunum fram yfir seinna
stríð. Þessir kennarar álitu að böm ættu
heimtingu á vönduðum skáldsögum, engu
síður en fullorðnir, sögum um lifandi
persónur í alvöru átökum við sjálfar sig
og umhverfi sitt. Þeir vildu gefa bömum
yfirsýn yfir samfélagið, sem á þessum
tíma tók flóknum og örum breytingum, og
benda þeim á samhengið í tilverunni. Og
margir þeirra vildu hvetja lágstéttarböm-
in til dáða, stappa í þau stálinu og auka
sjálfsvirðingu þeirra.
I þessum kennarahópi voru saman
komnir margir hæfileikamenn á sviði rit-
listar, og má þar nefna Stefán Jónsson,
76
TMM 1990:1