Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 80

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 80
Guðrún er til allrar hamingju enn að skrifa fyrir börnin og vegur henn- ar vex með hverju verki. En gjarnan hefði maður óskað þess að sjá fleiri verðuga keppinauta henn- ar á ritvellinum en raun hefur borið vitni. und innrætingar, kvennabaráttunni til framdráttar, með minni áherslu á listrænt gildi og sjálfstæða skoðanamyndun. Hvemig sem því kann að hafa verið hátt- að, þá voru þó margar athugasemdir þeirra og ábendingar bæði þarfar og brýn- ar. En mesti akkurinn fólst kannski í at- hyglinni og áhuganum sem þessi skoð- anaskipti vöktu víða í þjóðfélaginu. En hvers konar bókmenntir þróuðust í kjölfar þessarar umræðu? Helstu nýmæl- in fólust í því að gefa nýja yfirborðsmynd af samfélaginu: þar sem böm búa í blokk- um, gjaman hjá einstæðri móður eða for- eldrum sem vinna báðir úti, þau eru á dagheimilum eða leikskólum, njóta at- hygli og umhyggju, og eru yfirleitt ham- ingjusöm og ánægð með hlutskipti sitt. Sögumar greina frá hversdagslegum við- burðum í lífi þeirra og minniháttar árekstrum við umhverfið. Þrátt fyrir raun- sæja ytri umgerð er töluverður idealisma- bragur á þessum bókum, þar er fremur verið að sætta börnin við breytta sam- félagshætti en skilgreina kosti og lesti þeirra breytinga. Og skáldlega hliðin á tilverunni varð býsna oft útundan. Þessum bókum var hampað á sínum tíma af ákveðnum hópi uppeldisáhuga- manna en stóðust illa tímans tönn og urðu að mínum dómi fremur til að rýra stöðu bamabókmennta en auka virðingu þeirra út á við. Einn fárra höfunda sem tíðindum sættu í barnabókmenntum áttunda áratugarins var Guðrún Helgadóttur, síðar borgarfull- trúi og alþingismaður, en hennar fyrsta bók kom út árið 1974. Guðrún fór sínar eigin leiðir og fann skáldskapargáfu sinni frjóan farveg. Bækur hennar voru skemmtilegar og fordómalausar, pers- ónuval fjölbreytt og lifandi, atburðarásin oft óvænt og nýju ljósi varpað á tilveruna. Guðrún er til allrar hamingju enn að skrifa fyrir börnin og vegur hennar vex með hverju verki. En gjaman hefði maður ósk- að þess að sjá fleiri verðuga keppinauta hennar á ritvellinum en raun hefur borið vitni. Ahrifa nýraunsæis gætti seint í bókum fyrir stálpuð böm og unglinga. Þær fáu bækur sem skrifaðar vom fyrir þann ald- ursflokk á áttunda áratugnum voru aðal- lega pasturslitlar afþreyingarsögur með ögn meiri skírskotun til samtímans en ver- ið hafði. Nýir straumar bárust eldri böm- um fyrst og fremst með þýddum bókum, einkum norrænum. Þó urðu tveir eða þrír innlendir höfundar til þess að rjúfa viðjar vanans með því að skrifa um unglinga í íslenskum samtíma. Þeim bókum var vel tekið af ungling- unum og markaðurinn kallaði á meira af sama tagi. Fleiri höfundar tóku að róa á þessi mið og frumsömdum unglingabók- um hefur fjölgað ört á síðustu árum. Sumt er þar vel gert og annað miður. Nokkrir höfundanna hafa náð skemmtilegum tök- 78 TMM 1990:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.