Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Blaðsíða 80
Guðrún er til allrar
hamingju enn að skrifa
fyrir börnin og vegur henn-
ar vex með hverju verki.
En gjarnan hefði maður
óskað þess að sjá fleiri
verðuga keppinauta henn-
ar á ritvellinum en raun
hefur borið vitni.
und innrætingar, kvennabaráttunni til
framdráttar, með minni áherslu á listrænt
gildi og sjálfstæða skoðanamyndun.
Hvemig sem því kann að hafa verið hátt-
að, þá voru þó margar athugasemdir
þeirra og ábendingar bæði þarfar og brýn-
ar. En mesti akkurinn fólst kannski í at-
hyglinni og áhuganum sem þessi skoð-
anaskipti vöktu víða í þjóðfélaginu.
En hvers konar bókmenntir þróuðust í
kjölfar þessarar umræðu? Helstu nýmæl-
in fólust í því að gefa nýja yfirborðsmynd
af samfélaginu: þar sem böm búa í blokk-
um, gjaman hjá einstæðri móður eða for-
eldrum sem vinna báðir úti, þau eru á
dagheimilum eða leikskólum, njóta at-
hygli og umhyggju, og eru yfirleitt ham-
ingjusöm og ánægð með hlutskipti sitt.
Sögumar greina frá hversdagslegum við-
burðum í lífi þeirra og minniháttar
árekstrum við umhverfið. Þrátt fyrir raun-
sæja ytri umgerð er töluverður idealisma-
bragur á þessum bókum, þar er fremur
verið að sætta börnin við breytta sam-
félagshætti en skilgreina kosti og lesti
þeirra breytinga. Og skáldlega hliðin á
tilverunni varð býsna oft útundan.
Þessum bókum var hampað á sínum
tíma af ákveðnum hópi uppeldisáhuga-
manna en stóðust illa tímans tönn og urðu
að mínum dómi fremur til að rýra stöðu
bamabókmennta en auka virðingu þeirra
út á við.
Einn fárra höfunda sem tíðindum sættu
í barnabókmenntum áttunda áratugarins
var Guðrún Helgadóttur, síðar borgarfull-
trúi og alþingismaður, en hennar fyrsta
bók kom út árið 1974. Guðrún fór sínar
eigin leiðir og fann skáldskapargáfu sinni
frjóan farveg. Bækur hennar voru
skemmtilegar og fordómalausar, pers-
ónuval fjölbreytt og lifandi, atburðarásin
oft óvænt og nýju ljósi varpað á tilveruna.
Guðrún er til allrar hamingju enn að skrifa
fyrir börnin og vegur hennar vex með
hverju verki. En gjaman hefði maður ósk-
að þess að sjá fleiri verðuga keppinauta
hennar á ritvellinum en raun hefur borið
vitni.
Ahrifa nýraunsæis gætti seint í bókum
fyrir stálpuð böm og unglinga. Þær fáu
bækur sem skrifaðar vom fyrir þann ald-
ursflokk á áttunda áratugnum voru aðal-
lega pasturslitlar afþreyingarsögur með
ögn meiri skírskotun til samtímans en ver-
ið hafði. Nýir straumar bárust eldri böm-
um fyrst og fremst með þýddum bókum,
einkum norrænum. Þó urðu tveir eða þrír
innlendir höfundar til þess að rjúfa viðjar
vanans með því að skrifa um unglinga í
íslenskum samtíma.
Þeim bókum var vel tekið af ungling-
unum og markaðurinn kallaði á meira af
sama tagi. Fleiri höfundar tóku að róa á
þessi mið og frumsömdum unglingabók-
um hefur fjölgað ört á síðustu árum. Sumt
er þar vel gert og annað miður. Nokkrir
höfundanna hafa náð skemmtilegum tök-
78
TMM 1990:1