Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 99

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 99
hljóðfalls hverrar ljóðlínu og stuðlasetning- arinnar — að því ógleymdu að á sumum tímum að minnsta kosti var reynt að hafa vísumar í nokkum veginn reglulegri lengd. Hljóðfall línanna var það margbreytilegt að ekki mynduðust neinar endurtekningar sem gætu skapað sjálfvirkni, og ólíklegt er að skáldin hafi getað beitt lagboðum til að móta línumar og tryggja að þær væru réttar. Þær voru auk þess of stuttar til að gefa skáldunum mikið svigrúm í impróvisasjón. Það verður því að teljast í meira lagi ólík- legt, að nokkurt skáld hafi nokkum tíma getað spunnið upp eddukvæði í beinum flutningi. (Niðurlag í nœsta hefti). 1. Gísli Sigurðsson: „Fordómar fáfræðinnar", TMM 1988:4, bls. 395^100. Hér á eftir verður vitnað í þessa grein undir heitinu „ádrepa". 2. Þessar línur voru skrifaðar á útmánuðum 1989, áður en mér barst í hendur Tímarit Máls og menningar 1989:2 með grein eftir Bergljótu S. Kristjánsdóttur, Sverri Tómasson og Örnólf Thorsson sem nefnist „Steingervíngsháttur'* og er að verulegu leyti „svar“ við stuttum ritdómi sem ég skrifaði um útgáfu Svarts á hvítu á Is- lendinga sögum og þáttum (1987). Svo virðisl, eftir titlinum að dæma, sem Gísli Sigurðsson sé farinn að setja nokkur vegvísandi spor í heim fræðimanna, en hvað það snertir að koma fram með eitthvað sem geti orðið grundvöllur fyrir umræðu standa þó lærlingarnir meistaranum talsvert að baki: þetta „svar“ er hálf dapurlegt dæmi um eina hlið íslenskra ritdeilna, sem sé útúrsnúning og hártoganir sem eru einhvers staðar á ráfi út í bláinn, óravegu frá kjarna málsins. 3. í greininni „Kveðskapur og kenningasmíð" sem birtist í Þjóðviljanum 8. október 1988, og vísast til hennar um fleiri hliðar á þessu máli og um atriði sem ég hirði ekki um að taka hér upp aftur. 4. Sbr. ágripið af fyrirlestrinum sem er prentað í Poetry in the Scandinavian Middle Ages. Pre- prints, Spoleto 1988, bls. 67-68. 5. Jack Goody: The Domestication of the Savage Mind. Viðkomandi kafli er á bls. 206 í þeirri frönsku þýðingu sem ég hef undir höndum. 6. Tilvitnanir hér á eftir eru í Albert B. Lord, The Singer ofTales, Harvard University Press, 1960. 7. Jack Goody, bls. 73. TMM 1990:1 97
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.