Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 100

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Qupperneq 100
Ritdómar Ritverk Jónasar Ritverk Jónasar Hallgrímssonar. Ritstjórar Haukur Hannesson, Páll Valsson, Sveinn Yngvi Egilsson. I-IV. Reykjavík 1989. I. Ljóð og lausamál, viii+ 412 bls. II. Bréf og dagbækur, xi+537 bls. III. Náttúran og landið, vi+482 bls. IV. Skýringar og skrár, xiii+641 bls. Það hlýtur að teljast meðal ágætra tíðinda úr bókaútgáfu síðasta árs að á markaðinn kom ný heildarútgáfa á verkum Jónasar Hallgríms- sonar. Bókaútgáfan Svart á hvítu hafði frum- kvæði og forystu, en verkið var unnið í prent- smiðjunni Odda. Ritstjórn önnuðust nokkrir ungir fræðimenn, Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, og luku verkinu á stuttum tíma. Þetta er frumraun þeirra á þessu sviði, og ráð og nokkra aðstoð hafa þeir fengið hjá sér eldri og reyndari mönnum. Skemmst er frá því að segja að verkið í heild er öllum til sóma sem að því hafa staðið. Framtakið sjálft ber vitni stórhug útgefanda og rækt við íslenska menningu, prentun og band og raunar allur frágangur er með miklum ágætum, og ritstjóramir og þeir sem þá hafa aðstoðað hafa unnið prýðilegt verk. Ég hef nú verið að blaða í útgáfunni í hjáverkum vikum saman og varla rekist á prentvillu, en enga sem orð er á gerandi. Sjálfsagt er einhverjar ókindur að finna á svo mörgum blaðsíðum, en allt bendir til að próf- arkir hafi verið lesnar af mikilli samvisku- semi. Það er ekki auðvelt að ritdæma slíkt verk, en þó er mikilvægt að velta fyrir sér gildi þess og vinnubrögðum ritstjóra. Álitamálin eru vitaskuld nær óteljandi og hvorki ástæða til né nokkur kostur að fjalla um þau öll, enda mundi það væntanlega taka jafnlangan tíma og útgáfan sjálf tók á sínum tíma. Það sem hér verður tekið til umræðu er yfírleitt álitamál og smámunir og haggar ekki þeirri niðurstöðu að um er að ræða mikið verk og vel unnið. Hversvegna Jónas? Það liggur engan veginn í augum uppi að slík útgáfa á verkum Jónasar Hallgrímssonar hafi verið nærtækasta verkefni á þessu sviði. Til er fræðileg heildarútgáfa á verkum hans, og er þar að fínna langmest af því sem þessi útgáfa hefur að flytja. Fá skáld hafa áður verið gefin út jafnrækilega og Jónas. Kalla má að vel viðunandi fræðilegar útgáfur séu til á verkum Bjarna Thorarensen, Stephans G. Stephanssonar og ef til vill fáeinna fleiri höfuðskálda, en ég hygg að t.d. Matthías Jochumsson bíði enn eftir fullnægjandi út- gáfu. Mörg fleiri verkefni bíða í textafræði seinni tíma bókmennta og umfram allt kveð- skapur frá siðaskiptum til Bjama Thoraren- sen. En auðvitað á þessi útgáfa sér sín rök. Efst er þar á blaði sú ást sem við íslendingar 98 TMM 1990:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.