Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 101
höfum á Jónasi og er ólík ást okkar á flestum eða öllum skáldum. í annan stað hafa löngum þótt hnökrar á útgáfu Matthíasar Þórðarsonar sem kom út í 5 bindum röskri hálfri öld á undan þessari. Sú útgáfa er líka löngu upp- seld. Hvað sem hnökrum líður er ekki vert að draga fjöður yfír að hún var mikið metnaðar- og eljuverk á sínum tíma og að þessi nýja útgáfa sækir afar mikið af skýringum og öðr- um fróðleik til hennar. Hætt er við að ótrú á útgáfu Matthíasar sé oft fremur vakin af stöku eftir frægan mann og slæmu línubrengli á einni síðu en af vandlegri könnun á verkinu sjálfu. Nýja útgáfan stendur þeirri gömlu að ýmsu leyti framar. Greinilegast er það um allan ytri frágang og framlag náttúrufræðinga til skýr- inga í 4. bindi. En á margan hátt nýtur þessi útgáfa líka verka Matthíasar, og er þess vegna örðugt að bera þær saman með nokkurri sann- gimi. Annað verk sem hefur létt útgefendum róðurinn er útgáfa Ólafs Halldórssonar á kvæðum Jónasar í eiginhandarriti frá 1965 og merkilegar athugasemdir hans og skýringar í þeirri útgáfu. Hannes Pétursson lagði líka margt gott til skýringa á kvæðum Jónasar í ritinu Kvæðafylgsni 1979. Það er því trygg- ing fyrir áreiðanleik hinnar nýju útgáfu að báðir þessir reyndu fræðimenn hafa lagt út- gefendum nokkurt lið. Of mikil þröngsýni væri að miða mat á slíkri útgáfu eingöngu við nýjungar sem hún hefur fram að færa. Margir vilja eiga allt sem frá Jónasi hefur komið með rækilegum skýr- ingum og vönduðum frágangi, og er gott til þess að vita að nú hefur verið bætt úr þeirri þörf, þótt hætt sé við að ekki hafi allir efni á að kaupa bækumar sem vilja. Hvað er nýtt? Dálítið af kveðskap hefur komið fram og ver- ið eignað Jónasi sem ekki er í fyrri útgáfum á ljóðum hans. í I. bindi em fáeinar slíkar stök- ur og kvæði prentaðar með öðru efni í Við- auka. Af því er einna helst fengur að þremur vísum með upphafinu „Hér er landið frjótt og frítt“ (I, 274). Þær eru óumdeilanlega í stfl Jónasar og sýna sams konar náttúruskynjun og algeng er í kvæðum hans, þ.e. áhuga á hinu raunverulega iðandi lífi, grösum og dýrum. En er víst að þetta sé eftir Jónas? Allt og sumt sem stendur í Skýringum er þetta: „Hér er prentað eftir blaðinu Lögbergi (Winnipeg 1912), en þar var auglýst eftir vísum sem eignaðar væru Jónasi.“ (IV, 235). Stóð virki- lega ekkert í blaðinu um hvaðan þessar vísur væru komnar og með hvaða rökum eignaðar Jónasi Hallgrímssyni? Það er ólíklegt að ekki hafi verið tekið fram hver sendi blaðinu þetta góða efni, en ef ekkert er í Lögbergi að finna hefðu útgefendur átt að róa lesandann með því að taka það fram. Ég get ekki betur séð en þarna hafi þeir látið fram hjá sér fara tækifæri til að glíma við áhugaverða gátu. Vísumar gætu sem best verið stæling á kvæðum Jónas- ar. Hvemig stendur á að þær koma fyrst upp þarna? Þessu em útgefendur svona útgáfu skyldugir til að reyna að svara. Ekki fá les- endur að vita hvort eitthvað fleira hefur verið eignað Jónasi sem hér er hafnað. Full ástæða hefði verið til að birta lista um allt sem honum hefur verið eignað, en ekki birt áður í verkum hans, og gera nákvæma grein fyrir hvers vegna einhverju er hafnað, ef svo hefur verið, og hvaða rök eru til að taka viðbætumar með. Meira hefur komið fram af bréfum frá Jón- asi en áður var vitað um, og er vitaskuld sjálfsagt að prenta það. Þá hafa þessir útgef- endur birt kafla úr bréfum og bréfakveðskap sem fyrri útgefendur hafa sniðgengið vegna siðavendni. Vissulega hefur slíkt efni aldrei verið ætlað til prentunar, og ekki bætir það svo sem neinu við aðdáun okkar á Jónasi, en samt er sjálfsagt að taka það með. Viðhorf eru breytt og spaug um kynlíf hneykslar engan lengur, enda hlýtur margt fleira að fljóta með í slflcri útgáfu sem í sjálfu sér er lítils virði. Ástæða er til að fagna því að þýðing Jónasar TMM 1990:1 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.