Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1990, Page 105
fullum sóma. Þeir hafa vitanlega ekki reynt að lfkja eftir máli eða stíl Jónasar sjálfs, svo að textinn ber þess ýmis merki í orðaforða og málnotkun hvenær hann er saminn. Hins veg- ar verður óhjákvæmilega að gera strangar kröfur til þeirra sem ráðast í að þýða Jónas í slíka útgáfu. Þýðingin verður að vera rétt og nákvæm en hún verður líka að hljóma sem eðlileg og munntöm samtíma íslenska, eins og þýðingar Jónasar sjálfs gerðu. Þessu marki finnst mér þýðingamar ná býsna vel. Á ein- stöku stað, í fræðilegum skrifum, má sjá þess merki að nákvæmni hefur verið látin ganga fyrir munntamri framsetningu. Það er varla ámælisvert og þó furðusjaldgæft. Segja má um það, eins og þeir Fjölnismenn sögðu stundum þegar þeir voru að gantast hver við annan: „Það sér hver sjálfan sig!“ Ritverk Jónasar Hallgrímssonar eru kjör- gripur, og er það vitaskuld umfram allt Jónasi sjálfum að þakka. f svo rækilegri heildar- útgáfu getur aldrei leiftrað af snilld á hverri blaðsíðu, eins og í góðu úrvali, en þar á móti kemur að ritverkin bregða upp mynd af mann- eskju. Auðvitað var Jónas snillingur, en hann var líka heillandi manneskja. Áreiðanlega sjáum við ekki allt sem samtímamenn sáu, og sumt af því kann að hafa verið fráhrindandi, en samt hugsa ég að við getum þekkt hann betur en flestir samtímamenn að undanskild- um nánustu vinum hans. Frá ritverkum þess- um hefur verið gengið með þeirri alúð og virðingu sem þjóðskáld á skilið. Vésteinn Olason Heföi ég betur hana þekkt... Guðmundur Andri Thorsson: Mín káta angist. Mál og menning. Reykjavík. 1988. 154 bls. Mín káta angist er fyrstu persónu saga, sögu- maðurinn er ungur maður, Egill að nafni. Hann hefur nám í íslenskudeild H.í. að haust- lagi. Hann hefur ekkert þarfara að gera, fínnst upplagt að „vera á námslánum“ um stund, vonar líka að bókmenntanámið verði til að hjálpa honum að gefa öllum sögunum sem hann býr yfir form, verði honum hvatning til að skrifa. Fyrsta daginn í skólanum kemur hann auga á unga, yndisfagra stúlku, Sigríði, og það verður ást við fyrstu sýn. Þau taka upp ástar- samband seinna um haustið, en í desember segir stúlkan honum upp. Hún hefur verið með fyrrverandi eiginmanni sínum allan tím- ann, vill ekki lengur leika tveimur skjöldum enda búin að ákveða að taka aftur upp sambúð við manninn. í bókarlok er sögumaður, okkar í erlendri borg, á leið í nýtt nám „... sem kannski leiðir til einhvers, kannski ekki. Ég veit það ekki.“ (151). Mín káta angist er ástarsaga og minnir dálítið á Tímaþjóf Steinunnar Sigurðardóttur. Á sama hátt og Alda í Tímaþjófnum gefur Egill í Minni kátu angist sig á vald ástinni. Á sama hátt og hún er hann reiðubúinn til að verða ástfanginn og verður það. Hinn þráði samruni við þann elskaða, felur missinn í sér og líf Öldu og Egils hverfist um þennan missi eftir að þau hafa verið yfirgefin. En þar skilur á milli sagnanna; í sorg sinni reynir Alda að gefa missinum merkingu og afneita honum á þann hátt, texti hennar hverfist manískt kring- um spuminguna: hvers vegna? Egill í Minni kátu angist er hins vegar á hröðum flótta undan missi og merkingu alla bókina, en mest forðast hann spurninguna: hvers vegna? Egill vill ekki „vita“, hann vill bara „vera“. Hann vill ekki „vera úti“, heldur „vera inni“, með Sigríði sinni. Egill vill horfa út í loftið á vetrarkvöldum á meðan Sigríður les, hann vill vera í friði, vera til með Sigríði. Sjálfur les hann mikið: „Heilu dagana lifði ég og hrærðist í þeim heimi sem lúrir spjald- anna á milli í bókum, sveiflaðist með geðs- hræringum textans, lifði mig inn í þetta pappírsmannlíf, sem var margbreytilegra og TMM 1990:1 103
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.